Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2025 11:39 Sú Besta byrjaði aftur með látum. vísir Besta deild kvenna hófst aftur eftir sumarfríi með þremur skemmtilegum leikjum í gærkvöldi. Mörkin úr þeim öllum má sjá hér fyrir neðan. Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Agla María Albertsdóttir lagði fyrstu tvö mörkin upp með flottum fyrirgjöfum á Samönthu Smith og síðan Birtu Georgsdóttur. Álfhildur Rósa minnkaði muninn fyrir Þrótt með flottu marki, stöngin inn eftir að hafa unnið boltann á vallarhelmingi Blika. Allt benti til þess að svona myndu leikar standa í hálfleik en á 43. mínútu kom fyrirgjöf inn í teig Þróttara sem ná ekki að hreinsa og Berglind Björg Þorvaldsdóttir þakkaði fyrir sig lagði boltann í netið. Þetta reyndist vera lokamarkið í leiknum. Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Valur vann þennan leik 2-1 en sigurinn hefði þó alveg getað dottið báðum megin þar sem FHL sýndi góða frammistöðu og mikið hjarta. Fanndís Friðriksdóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir með mörk Vals en mark FHL skoraði Taylor Marie. Tindastóll - Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vinnur Þór/KA í keppnisleik. Tindastóll byrjaði af miklum krafti og voru búnar að skora strax eftir sex mínútur þegar Birgitta Finnbogadóttir komst inn í sendingu varnarmanns Þór/KA og slapp ein í gegnum vörnina og kláraði fram hjá markmanninum. Tindastóll hélt áfram að að ógna marki Þór/KA. Birgitta vann boltann aftur tæpum tíu mínútum síðar, á aftarlega á sínum vallarhelming og sendi inn fyrir vörn Þór/KA. Makala Woods var fyrst á boltann og eftir að hafa leikið á sinn varnarmann þrumaði hún boltanum í fjærhornið og staðan orðin 2-0. Frábær byrjun og reyndust það lokatölur leiksins. Besta deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Agla María Albertsdóttir lagði fyrstu tvö mörkin upp með flottum fyrirgjöfum á Samönthu Smith og síðan Birtu Georgsdóttur. Álfhildur Rósa minnkaði muninn fyrir Þrótt með flottu marki, stöngin inn eftir að hafa unnið boltann á vallarhelmingi Blika. Allt benti til þess að svona myndu leikar standa í hálfleik en á 43. mínútu kom fyrirgjöf inn í teig Þróttara sem ná ekki að hreinsa og Berglind Björg Þorvaldsdóttir þakkaði fyrir sig lagði boltann í netið. Þetta reyndist vera lokamarkið í leiknum. Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Valur vann þennan leik 2-1 en sigurinn hefði þó alveg getað dottið báðum megin þar sem FHL sýndi góða frammistöðu og mikið hjarta. Fanndís Friðriksdóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir með mörk Vals en mark FHL skoraði Taylor Marie. Tindastóll - Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vinnur Þór/KA í keppnisleik. Tindastóll byrjaði af miklum krafti og voru búnar að skora strax eftir sex mínútur þegar Birgitta Finnbogadóttir komst inn í sendingu varnarmanns Þór/KA og slapp ein í gegnum vörnina og kláraði fram hjá markmanninum. Tindastóll hélt áfram að að ógna marki Þór/KA. Birgitta vann boltann aftur tæpum tíu mínútum síðar, á aftarlega á sínum vallarhelming og sendi inn fyrir vörn Þór/KA. Makala Woods var fyrst á boltann og eftir að hafa leikið á sinn varnarmann þrumaði hún boltanum í fjærhornið og staðan orðin 2-0. Frábær byrjun og reyndust það lokatölur leiksins.
Besta deild kvenna Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira