„Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2025 16:21 Einar stýrir sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Víkings í kvöld, gegn Stjörnunni í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. vísir / lýður Einar Guðnason hefur mikla trú á því að Víkingarnir geti bjargað sér frá falli. Síðustu vikur hefur hann hert skrúfurnar hjá liðinu og fengið til sín leikmann sem getur gert allt. Allir vinir hans og kunningjar ætla svo að fylla stúkuna í kvöld. Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Víkingur Reykjavík Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Einar tók við starfinu þegar deildin fór í sumarfrí fyrir um mánuði síðan og segir fyrstu vikurnar hafa gengið vel. „Frábært tempó á æfingum, mikill hugur í leikmönnum, allt bara gengið eins vel og maður gæti óskað sér“ segir Einar. Sjá einnig: „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Einari til aðstoðar verður Jón Páll Pálmason en þeir félagar leysa af hólmi John Andrews og Björn Sigurbjörnsson, sem voru látnir fara sökum slæms gengis. Herðir skrúfurnar fyrir seinni hlutann Víkingur er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins safnað sjö stigum í fyrstu tíu leikjunum. Fyrir neðan er stigalaust lið FHL en fimm stig eða meira eru í liðin fyrir ofan. Fallbaráttan er bullandi hjá Víkingum en rúmlega hálft mótið er eftir. „Það þarf aðallega bara að herða þær skrúfur sem þarf að herða hjá liðinu. Skerpa á ákveðnum hlutum varnar- og sóknarlega, sem gengu ekki alveg nógu vel í upphafi tímabils en ég hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ segir Einar aðspurður um sínar áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins. Shaina getur gert allt Víkingur styrkti hópinn meðan sumarfríið stóð yfir og fékk Shainu Ashouri aftur til félagsins, einn besta leikmann liðsins á síðasta tímabili. „Hún kemur með mikla reynslu, gæði og atvinnumannahugsun sem er strax farin að smita út frá sér á æfingum. Gríðarlega mikilvægt að fá hana, hún getur skorað og lagt upp, hún getur varist, hún getur í rauninni gert allt“ segir Einar um nýja leikmann liðsins. Allir vinirnir mæta Fyrsti leikur Einars við stjórnvölinn verður gegn Stjörnunni í kvöld og mikilvægt er að sækja sigur svo Víkingur dragist ekki enn lengra aftur úr liðinu fyrir ofan. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir því, það verður mjög gaman að mæta og vonandi verða allir mínir vinir og kunningjar í stúkunni. Styðja okkur til sigurs“ segir Einar. Verður ekki uppselt ef allir þínir vinir og kunningjar úr Fossvoginum mæta? „Haha jú það verður uppselt, segjum það“ endaði Einar á því að segja og brosti út í annað. Leikur Víkings og Stjörnunnar hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Víkingur Reykjavík Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki