Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2025 22:56 Ólafur Þ. Harðarson og formenn stjórnarandstöðuflokkanna. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Greint var frá því í morgun að í nýrri könnun Maskínu mældist Samfylkingin sem langstærsti flokkurinn á þingi með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn væri með átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, og aðrir flokkar minna. „Meginniðurstöður þessarar könnunar eru hins vegar þær að ríkisstjórnarflokkarnir eru að koma mjög vel út, samanlagt eru þeir þrír flokkar með 54 prósent atkvæða, það er fjórum prósentum meira en þeir fengu í kosningunum í nóvember, og besta mæling sem þeir hafa fengið hjá Maskínu eftir kosningar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru hins vegar að mælast núna undir kjörfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Sýnar. Umræddar niðurstöður komu í raun úr tveimur könnunum. Sú fyrri var gerð áður en 71. greininni var beitt og sú síðari eftir að henni var beitt. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. „En af hverju þessi breyting milli vikna? Það eina sem maður getur séð að hafi gerst á þeim tíma er að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga var beitt til að stöðva málþófið. Ég held að það sé mjög líklegt að þessi niðurstaða tengist með einhverjum hætti málþófinu. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ekki grætt á því að stjórnarmeirihlutinn ákvað að beita þessu ákvæði, sem stjórnarandstæðan hefur kallað kjarnorkuákvæði.“ Maður hefði kannski haldið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu kunnað að meta þessa þrautseigju í málþófinu? „Já, mönnum gæti alveg dottið það í hug, en staðreyndirnar segja aðra sögu.“ Og einhverjir hefðu haldið að ríkisstjórnarflokkarnir myndu fá smá skell fyrir að beita ákvæðinu? „Það var það sem ýmsir héldu. Þess vegna var þetta kallað kjarnorkuákvæðið, að þetta gæti haft svo vond áhrif í þinginu og hugsanlega líka á kjósendur. En það er greinilegt að kjósendum líkar þetta vel. Við sáum það í annarri könnun að þrír af hverjum fjórum svarenda sögðust vera ánægðir með beitingu 71. greinarinnar.“ Guðrún gæti átt inni Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins í mars og margir hafa velt þessum niðurstöðum fyrir sér með formannssetu hennar í huga. Ólafur bendir á að þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að mælast vel sé hann með mikið fylgi í Suðurkjördæmi, sem er einmitt kjördæmi hennar. „Það er náttúrulega aldrei gott fyrir formann að fá svona mælingu. Ég tek hins vegar eftir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Guðrúnar er mun meira heldur en fylgi Sjálfstæðisflokksins í öðrum landshlutum. Við það getur hún huggað sig. Hvað segir sagan okkur með nýja formenn, fer fylgið oft upp? Á hún kannski fullt inni? „Það fer oft upp, en ekki alltaf. Það er alltof snemmt að segja til um það hvort hún eigi inni eða ekki. Hún gæti algjörlega átt eitthvað inni. Það er algjörlega hugsanlegt.“ Að sögn Ólafs verður fróðlegt að fylgjast með aðferðarfræði stjórnarandstöðunnar á komandi þingvetri. „Ætlar stjórnarandstaðan að beita áfram sömu taktík og á liðnum vetri með tafarleikjum og málþófi, eða hvort menn loksins sammælast um að láta þingstörfin ganga bara með eðlilegum og skaplegum hættu, eins og raunin er á öllum nágrannalöndum okkar.“ Alþingi Skoðanakannanir Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Greint var frá því í morgun að í nýrri könnun Maskínu mældist Samfylkingin sem langstærsti flokkurinn á þingi með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn væri með átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, og aðrir flokkar minna. „Meginniðurstöður þessarar könnunar eru hins vegar þær að ríkisstjórnarflokkarnir eru að koma mjög vel út, samanlagt eru þeir þrír flokkar með 54 prósent atkvæða, það er fjórum prósentum meira en þeir fengu í kosningunum í nóvember, og besta mæling sem þeir hafa fengið hjá Maskínu eftir kosningar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru hins vegar að mælast núna undir kjörfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Sýnar. Umræddar niðurstöður komu í raun úr tveimur könnunum. Sú fyrri var gerð áður en 71. greininni var beitt og sú síðari eftir að henni var beitt. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. „En af hverju þessi breyting milli vikna? Það eina sem maður getur séð að hafi gerst á þeim tíma er að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga var beitt til að stöðva málþófið. Ég held að það sé mjög líklegt að þessi niðurstaða tengist með einhverjum hætti málþófinu. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi ekki grætt á því að stjórnarmeirihlutinn ákvað að beita þessu ákvæði, sem stjórnarandstæðan hefur kallað kjarnorkuákvæði.“ Maður hefði kannski haldið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu kunnað að meta þessa þrautseigju í málþófinu? „Já, mönnum gæti alveg dottið það í hug, en staðreyndirnar segja aðra sögu.“ Og einhverjir hefðu haldið að ríkisstjórnarflokkarnir myndu fá smá skell fyrir að beita ákvæðinu? „Það var það sem ýmsir héldu. Þess vegna var þetta kallað kjarnorkuákvæðið, að þetta gæti haft svo vond áhrif í þinginu og hugsanlega líka á kjósendur. En það er greinilegt að kjósendum líkar þetta vel. Við sáum það í annarri könnun að þrír af hverjum fjórum svarenda sögðust vera ánægðir með beitingu 71. greinarinnar.“ Guðrún gæti átt inni Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem formaður Sjálfstæðisflokksins í mars og margir hafa velt þessum niðurstöðum fyrir sér með formannssetu hennar í huga. Ólafur bendir á að þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að mælast vel sé hann með mikið fylgi í Suðurkjördæmi, sem er einmitt kjördæmi hennar. „Það er náttúrulega aldrei gott fyrir formann að fá svona mælingu. Ég tek hins vegar eftir því að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi Guðrúnar er mun meira heldur en fylgi Sjálfstæðisflokksins í öðrum landshlutum. Við það getur hún huggað sig. Hvað segir sagan okkur með nýja formenn, fer fylgið oft upp? Á hún kannski fullt inni? „Það fer oft upp, en ekki alltaf. Það er alltof snemmt að segja til um það hvort hún eigi inni eða ekki. Hún gæti algjörlega átt eitthvað inni. Það er algjörlega hugsanlegt.“ Að sögn Ólafs verður fróðlegt að fylgjast með aðferðarfræði stjórnarandstöðunnar á komandi þingvetri. „Ætlar stjórnarandstaðan að beita áfram sömu taktík og á liðnum vetri með tafarleikjum og málþófi, eða hvort menn loksins sammælast um að láta þingstörfin ganga bara með eðlilegum og skaplegum hættu, eins og raunin er á öllum nágrannalöndum okkar.“
Alþingi Skoðanakannanir Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira