Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:00 Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun