„Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2025 22:31 Arnar Eggert grætur fallið íkon. Breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne sem féll frá í gær 76 ára að aldri var einn áhrifamesti tónlistarmaður okkar tíma. Þetta segir félags- og tónlistarfræðingur sem segir rokkarann hafa verið frumkvöðul sem hafi mótað þungarokk í þeirri mynd sem það er í dag. Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“ Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Fjölskylda bresku rokkstjörnunnar Ozzy Osbourne tilkynnti síðdegis í gær að rokkarinn væri fallinn frá, 76 ára að aldri. Ozzy sem hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn var söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath sem stofnuð var árið 1968. Arnar Eggert Thoroddsen félags- og tónlistarfræðingur segir varla hægt að setja í orð hve mikil áhrif Ozzy hafi haft á rokkið. „Ozzy Osbourne var einfaldlega rosalegasti forvígismaður rokkssveitar bara sem hefur lifað. Hann einhvern veginn býr til reglurnar fyrir það hvernig þú átt að haga þér sem þungarokkssöngvari og í gegnum hljómsveit sína Black Sabbath þá býr hann í rauninni til þungarokkið og ekki bara tónlistina heldur allan þennna lífsstíl og hvað þetta á allt saman að tákna.“ Þannig sé hægt að fullyrða að um áhrifamesta rokkara allra tíma hafi verið um að ræða. „Það er ótrúlegt þegar maður hlustar á fyrstu Black Sabbath plötuna 1970. Þarna er bara verið að finna upp þetta form, þungarokkið. Riffin, hvernig þú syngur þetta, þessi skuggalegheit öll og hvað er hægt að gera með rokktónlist, það er hægt að gera aðeins meira en það sem Bítlarnir og Presley voru að gera.“ Mikil lífsgleði hafi fylgt rokkaranum, sem hafi átt rosalegt tímabil fullt af drykkju og dópneyslu. „En hann einhvern veginn lifir þetta allt saman af og er síðan svolítið vís með því að halda sér gangandi í gegnum aðra miðla eins og í þessum stórkostlegu sjónvarpsþáttum um Osbourne fjölskylduna. þannig hann kunni líka í góðu samstarfi við eiginkonu sína að spila á fjölmiðla og halda ferli sínum gangandi.“ Arnar segir stórkostlegt að Ozzy hafi náð að koma fram á kveðjutónleikum í heimaborginni Birmingham með Black Sabbath fyrir örfáum vikum. „Manni grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast því það er hlaðið þarna í algjöra þungarokksveislu og hann mætir þarna í hásæti sem er mjög hæfandi, gerir tónleikana og deyr síðan viku seinna. Þetta er auðvitað alveg ótrúlegt.“
Tímamót Tónlist Bretland Hollywood Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira