250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júlí 2025 20:19 Um 250 þúsund farþegar koma alls með skemmtiferðaskipunum, sem koma á Akureyri í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 175 skemmtiferðaskip koma til Akureyrar í sumar enda er bærinn meira og minna fullur alla daga af ferðamönnum, sem eru að skoða sig um í bænum. Hafnarstjórinn hefur miklar áhyggjur af hækkun á innviðagjöldum á skipin, sem mun fækka þeim verulega næstu árin. Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Það er alltaf gaman að sjá skemmtiferðaskip við hafnir landsins, ekki síst á Akureyri enda höfnin mjög stór þar og gott aðgengi fyrir skipin að sigla inn í höfnina og leggjast við bryggjuna. Oft eru þrjú skip í höfninni í einu. „Við erum að fá einhver 175 skip til Akureyrar í sumar og þetta eru einhver þrjátíu skipa fækkun til Akureyrar og svo er líka fækkun til Hríseyjar og Grímseyjar,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Þá á Pétur við fækkun á þessu ári miðað við árið í fyrra, eða samtal fækkun um 40 skip segir hann. Af hverju þessi mikla fækkun? „Að hluta til er það þær álögur, sem er verið að setja á skipin, innviðagjaldið og síðan náttúrulega afnám tollfrelsis,“ segir Pétur og bætir við. „Ég veit að skipafélögin bíða með 2027 ákvarðanatöku fram á haustið núna til þess að sjá hvað stjórnvöld ætla að gera varðandi innviðagjaldið. En ég ber bara fullt traust til stjórnvalda núna að þau geri þetta með skynsamlegu móti.“ Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, sem hefur meira en nóg að gera í sumar með sínu starfsfólki að þjóna skemmtiferðaskipin, sem koma á svæði hafnarsamlagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að með skipum sumarsins séu að koma um 250 þúsund farþegar. „Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir flóruna hérna í bænum. Það er mikið líf í miðbænum og við sjáum hérna bak við okkur að hérna eru ferðaheildsalar að selja ferðir í nágrennið og gengur bara mjög vel hjá þeim,“ segir hafnarstjórinn. Eitt af skipunum að koma til hafnar á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Pétur er ánægður með hafnargjöldin, sem skemmtiferðaskipin skilja eftir sig við komuna á Akureyri. „Já, það skiptir okkur bara öllu máli og gefur okkur aukna möguleika á að vaxa og dafna. Nýframkvæmdir og viðhald, auka við starfsfólk og svo framvegis. Þannig að ef að við værum ekki með þessi skip þá værum svo alla vega ekki í þeim sporum, sem við erum í dag, það er alveg ljóst,“ segir Pétur. Farþegar skemmtiferðaskipanna eru duglegir að skoða sig um á Akureyri og að láta mynda sig í bæjarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira