Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 09:32 Emma skilur lítið í gagnrýninni og segir um grín að ræða, íþróttafólk sé bara svo fallegt. getty Stelpurnar okkar á EM í Sviss eru ekki þær einu sem sæta gagnrýni fyrir að birta TikTok myndbönd á miðju móti. Emma Tainio, 21 árs gamall spretthlaupari sem keppti fyrir Finnland á Evrópumóti í frjálsum íþróttum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars frá forseta finnska frjálsíþróttasambandsins, fyrir að birta TikTok myndband þar sem hún bendir á keppendur af hinu kyninu sem hún myndi vilja sofa hjá. Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“ Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sjá meira
Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“
Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sjá meira
Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17
Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12