HBO Max streymisveitan komin til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:59 Streymisveitan bandaríska er komin til Íslands í fyrsta sinn. Radecka/Getty Images) Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni. Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni.
Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira