Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Muriel Bowser borgarstjóri er líklega ekki sátt við Trump þessa dagana. vísir/getty Bygging nýs og glæsilegs íþróttaleikvangs í hjarta Washington D.C. er í uppnámi þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að koma í veg fyrir framkvæmdina ef NFL-lið borgarinnar skiptir ekki aftur um nafn. NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars. NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira
NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars.
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira