Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:00 Guðni Kristinsson og félagar hjá 2Go Iceland hafa farið með ferðamenn að eldgosum á Reykjanesi undanfarin ár. Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Vel gengur að ferja ferðamenn að eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta segir Guðni Kristinsson einn eigenda ferðaskrifstofunnar 2Go Iceland. Hann segir aðstæður á vettvangi góðar en segir bílastæði við Fagradalsfjall og Grindavíkurveg þétt setin. „Þetta er mjög vel staðsett. Við erum búin að vera að ganga að gosinu síðan '21 síðan í Fagradalsfjalli og þetta er auðveldari ganga heldur en þá. Þetta er þægileg ganga og mjög góðar aðstæður. Auðvitað þarf að passa sig á gasinu,“ segir Guðni sem tekur fram að ferðir fyrirtækisins séu ávallt farnar með gasgrímur við hönd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur gossvæðið verið vel sótt af ferðamönnum um helgina. Lögregla hefur sett upp merkingar við Grindavíkurveg og fylgist með stöðunni og hvetur fólk til að fara að öllu með gát og minnir á að um hættusvæði er að ræða. Guðni segir tímaspursmál hvenær bílastæði á svæðinu fyllist. „Það er orðin mikil fjölgun síðan í gær. Við sjáum það strax. Það er bílastæði þarna sem hefur verið fyrir Fagradalsfjall, svokallað P1. En það verður alveg fullt örugglega núna. Ég er búinn að sjá myndir núna, það er strax orðið mikið. Það þarf að fara að gera eitthvað eins og var gert fyrir síðustu gos, '21, '22 og '23 þá þarf að fara að laga aðstæður eða opna fleiri bílastæði í kring. Það er undir stjórnvöldum komið.“ Hann hvetur fólk sem ætlar sér á gossvæðið að gleyma ekki að kíkja til Grindavíkur. „Ef það er að fara að labba, þá líka fara inn í Grindavík. Fara og fá sér að borða, byggja upp Grindavík, hjálpa fyrirtækjunum sem eru þar. Það er mjög mikilvægt. Ef þú ætlar að fara að gosinu, endilega farðu þá inn í Grindavík líka, það er frábært að fara að fá sér að borða þar, fara á fjórhjól, gista eða hvað sem er hægt að gera inn í Grindavík líka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Grindavík Bílastæði Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira