Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. júlí 2025 08:38 Réttarefnafræðingurinn Adam Erik Bauer segir rannsóknarstofu Háskóla Íslands greina mikla aukningu í ketamínneyslu í fráveitu. Vísir/Vilhelm Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik
Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira