Körfubolti

Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Smart er að komast í hóp þeirra sem hafa spiað bæði með Boston Celtics og Los Angeles Lakers.
Marcus Smart er að komast í hóp þeirra sem hafa spiað bæði með Boston Celtics og Los Angeles Lakers. Getty/Maddie Malhotra

Marcus Smart hefur samið um starfslok hjá NBA körfuboltaliðinu Washington Wizards og bandarískir fjölmiðlar segja hann sé að semja við Los Angeles Lakers

Smart fær ellefu milljónir dollara fyrir tvö ár með Lakers eða 1,3 milljarða í íslenskum krónum.

Samkvæmt heimildum ESPN þá hafði Luka Doncic samband við Smart og til að það væri á hreinu að hann vildi spila með honum.

Smart var valin besti varnarmaðurinn í NBA deildinni árið 2022 og hefur oft verið valinn í varnarlið ársins.

Hann hefur leikið stærsta hluta ferils síns með Boston Celtics og fór níu sinnum með liðinu í úrslitakeppnina.

Honum var skipt frá Boston og hefur undanfarin tímabil spilað með Memphis Grizzlies og Washington Wizards. Smart hefur verið mikið meiddur á þessum tímabilum og hefur aðeins náð að spila 54 leiki samanlagt á þeim.

Lakers var ekki eina félagið sem hafði áhuga því Phoenix Suns og Milwaukee Bucks voru á eftir honum líka.

Eftir að Lakers missti Dorian Finney-Smith var félagið á eftir öflugum varnarbakverði sem það hefur nú fundið í honum orkumikla Marcus Smart.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×