Erlent

Á fjórða tug ferða­manna látnir eftir að bát hvolfdi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Tuttugu börn hið minnsta voru um borð þegar bátnum hvolfdi.
Tuttugu börn hið minnsta voru um borð þegar bátnum hvolfdi. EPA

Þrjátíu og fjórir hið minnsta eru látnir og sjö er saknað eftir að báti fór með ferðamenn í skoðunarferð um Halongflóa í Víetnam hvolfdi. Tólf manns hefur verið bjargað.

Báturinn lagði í skoðunarferð síðdegis í dag um Halongflóa sem er gríðarlega fallegur og vinsæll áfangastaður ferðamanna í norðanverðu Víetnam. Báturinn heitir The Wonder Sea og ferjaði 48 farþega og fimm áhafnarmeðlimi um flóann.

Viðbragðsaðilar komu á vettvang skömmu síðar og þeim tókst að bjarga tólf manns og heimta 34 lík úr hafinu. Enn er sjö manns saknað.

Samkvæmt umfjöllun Guardian hvolfdi bátnum vegna mikils vindar. Á meðal þeirra sem hefur verið bjargað er fjórtán ára strákur. Honum var bjargað fjórum klukkustundum eftir að bátnum hvolfdi en hann var fastur í hvolfdum skrokki bátsins.

Flestir farþeganna og þar af leiðandi hinna látnu voru ferðamenn. Þeirra á meðal voru tuttugu skólabörn frá Hanoí, höguðborg Víetnam. Þjóðerni hinna látnu liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×