Sport

Hera í úr­slit á Evrópu­mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hera Christensen var sú síðasta í íslenska hópnum til að keppa á EM U23.
Hera Christensen var sú síðasta í íslenska hópnum til að keppa á EM U23. Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)

Íslensku kastararnir eru að standa sig vel á Evrópumeistaramót U23 fer fram í Bergen í Noregi.

Arndís Diljá Óskarsdóttir komst fyrst í úrslit í spjótkasti á fimmtudaginn og í dag tryggði kringlukastarinn Hera Christensen sér líka sæti í úrslitum í sinni grein.

Hera kastaði kringlunni 50,37 metra, hafnaði í sjöunda sæti í sínum kasthópi og tíunda sæti í heildina.

Hera náði lágmarki á mótið sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 metra á Bikarkeppni FRÍ.

Hera bætti sig síðast á Evrópubikarnum þar sem hún kastaði 53,80 metra en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 metrar frá sumrinu 2018.

Úrslitin í kringlukastinu er á morgun klukkan 18.20.

Arndís Diljá keppir í úrslitum í spjótkasti klukkan 18.55 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×