„Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2025 21:00 Guðrún segir stuld í verslununum hafa verið að breytast, nú sé meira um að þjófarnir komi í hópum. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir langflesta viðskiptavini fyrirtækisins heiðarlegt og gott fólk og starfsmenn séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir finna fyrir í því að fyrirbyggja þjófnað. Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna. Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna.
Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira