Innlent

Sinna­skipti lög­reglu­stjórans og Þor­gerður ræðir væntan­legan varnarsamning við ESB

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verðum við í Grindavík þar sem rætt verður við settan lögreglustjóra á Suðurnesjum sem ákvað í gærkvöldi að opna yfir aðgang að bænum fyrir almenning. 

Fyrri ákvörðun hafði verið harðlega gagnrýnd af Grindvíkingum, því á sama tíma var ferðamönnum frjálst að fara í Bláa lónið. 

Einnig verður rætt við utanríkisráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur en hún fundaði í gær með Úrsulu von der Leyen þar sem varnasamningur var meðal annars til umræðu. 

Að auki fjöllum við um rýra tekju Flokks fólksins á nýyfirstöðnu þingi og ræðum við göngugarpinn Berg sem kemur í mark í kvöld eftir að hafa gengið frá Goðafossi til Gróttuvita. 

Í sportpakkanum tökum við svo stöðuna á Opna breska risamótinu í golfi og svo er farið yfir markaleikina hjá Val og Víkingi frá því í gær.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 18. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×