Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 12:39 Þjófar kunna örugglega ýmis ráð til að fylgjast með ferðum fólks og tannstönglatrixið er eitt þeirra. Vísir „Nágrannavarsla er albesta vörnin,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um góð ráð sem fólk getur gripið til þegar farið er að heiman í lengri tíma. Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum. Lögreglumál Bítið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum.
Lögreglumál Bítið Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira