Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 07:13 Late Night undir stjórn Colbert hefur notið mikilla vinsælda. Stjórnendur CBS segja ákvörðunina fjárhagslega. Getty/Dimitros Kambouris Þáttastjórnandinn Stephen Colbert greindi frá því í gærkvöldi að honum hefði verið tilkynnt á miðvikudaginn að stjórnendur CBS hefðu ákveðið að leggja niður kvöldþáttinn Late Show. Colbert hefur stýrt þættinum í fimmtán ár og tók við af David Letterman, sem stýrði honum í yfir 20 ár. Þáttastjórnandinn greindi áhorfendum í sjónvarpssal frá tíðindunum við upptökur á nýjasta þættinum. Áhorfendur brugðust illa við fregnunum og Colbert sagðist sama sinnis. „Þetta er frábært starf,“ sagði hann. „Ég vildi óska að einhver annar væri að fá það. Og þetta er starf sem ég hlakka til að sinna með þessum bjánum næstu tíu mánuðina,“ sagði Colbert og vísaði þar til samstarfsmanna sinna sem hann sagðist afar þakklátur fyrir. Þátturinn mun hverfa úr loftinu á næsta ári. Just finished taping with Stephen Colbert who announced his show was cancelled.If Paramount and CBS ended the Late Show for political reasons, the public deserves to know. And deserves better.— Adam Schiff (@SenAdamSchiff) July 17, 2025 Fregnirnar hafa komið á óvart og þykja um margt grunsamlegar en þátturinn hefur notið mikilla vinsælda. Margir hafa bent á að Colbert hafi um langt skeið verið einn af beittustu gagnrýnendum Donald Trump en eigendur Paramount, móðurfyrirtækis CBS, hafa unnið að því leynt og ljóst síðustu misseri að fá stjórnvöld til að leggja blessun sína yfir samruna Paramount og fjölmiðlafyrirtækisins Skydance. Í þessu samhengi vekur athygli að fyrr í vikunni kallaði Colbert ákvörðun stjórnenda Paramount um að gera samkomulag við Trump í máli hans gegn fyrirtækinu „stórar, feitar mútur“. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Colbert hefur stýrt þættinum í fimmtán ár og tók við af David Letterman, sem stýrði honum í yfir 20 ár. Þáttastjórnandinn greindi áhorfendum í sjónvarpssal frá tíðindunum við upptökur á nýjasta þættinum. Áhorfendur brugðust illa við fregnunum og Colbert sagðist sama sinnis. „Þetta er frábært starf,“ sagði hann. „Ég vildi óska að einhver annar væri að fá það. Og þetta er starf sem ég hlakka til að sinna með þessum bjánum næstu tíu mánuðina,“ sagði Colbert og vísaði þar til samstarfsmanna sinna sem hann sagðist afar þakklátur fyrir. Þátturinn mun hverfa úr loftinu á næsta ári. Just finished taping with Stephen Colbert who announced his show was cancelled.If Paramount and CBS ended the Late Show for political reasons, the public deserves to know. And deserves better.— Adam Schiff (@SenAdamSchiff) July 17, 2025 Fregnirnar hafa komið á óvart og þykja um margt grunsamlegar en þátturinn hefur notið mikilla vinsælda. Margir hafa bent á að Colbert hafi um langt skeið verið einn af beittustu gagnrýnendum Donald Trump en eigendur Paramount, móðurfyrirtækis CBS, hafa unnið að því leynt og ljóst síðustu misseri að fá stjórnvöld til að leggja blessun sína yfir samruna Paramount og fjölmiðlafyrirtækisins Skydance. Í þessu samhengi vekur athygli að fyrr í vikunni kallaði Colbert ákvörðun stjórnenda Paramount um að gera samkomulag við Trump í máli hans gegn fyrirtækinu „stórar, feitar mútur“.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira