„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:24 Oliver Sigurjónsson í baráttunni fyrr á tímabilinu. Vísir/Pawel Afturelding og Fram skildu jöfn í Bestu-deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Mosfellsbæ. Oliver Sigurjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Mosfellingum og telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. „Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Þeir eru skemmtilegir, þeir eru hybrid, þeir eru stundum 5-4-1 og stundum 5-3-2. Það er erfitt að lesa þá og mikið af stöðuskiptingum, mjög skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram,“ sagði miðjumaðurinn í leikslok. Mosfellingur brutu ísinn í upphafi seinni hálfleiks eftir fremur rólegan fyrri hálfleik. Framarar svöruðu með marki skömmu síðar og það varð niðurstaðan. „Þeir eru með Simon Tibbling sem mér finnst einn besti leikmaðurinn í deildinni en við náðum að halda honum niðri. Þegar við náðum því fór hættan af miðjunni en ég tel að við höfum spilað fínan leik og auðvitað vildum við vinna en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit,“ bætti Oliver við. „Ég get ekki orðað að ég sé sáttur með stigið, ég hefði viljað vinna. Við náðum ekki alveg að stíga upp og enduðum frekar neðarlega og vorum ekki nægilega góðir í seinni hálfleik, að koma okkur ofar á völlinn.“ Oliver er bjartsýnn fyrir framhaldinu en það eru ákveðin atriði sem hann sér tækifæri til að bæta í leik Aftureldingar. „Við vorum með allt of hraðar sóknir og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Við viljum fara hratt en ekki of hratt svo liðið sé með, þegar við töpuðum boltann var of langt bak við þá fannst mér,“ sagði Oliver um leik kvöldsins. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur af okkar hálfu og að mig minnir hefðum getað skorað fleiri mörk. Við ætlum að byggja ofan á þessu, erum jákvæðir.“ Líður vel í stóru hlutverki í Mosfellsbæ Oliver kom frá Breiðabliki fyrir þetta tímabil og hefur leikið stórt hlutverk með Mosfellingum. Hann glímdi þó við meiðsli á vormánuðum en er kominn heill til baka að eigin sögn. „Mér líður bara vel og er koma sterkur til baka. Ógeðslega gaman að spila fótbolta og hvað þá í 90 mínútur. Mér finnst ég vera í stóru hlutverk í Aftureldingu og líður hrikalega vel. Líkaminn er góður og bara byggja ofan á þetta. Þetta er nóg af leikjum eftir og væri gaman að safna fleiri stigum og koma okkur ofar í töflunni,“ sagði Oliver að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira