Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 15:28 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í byggingum Háskóla Íslands vegna lagnarinnar sem rofnaði í nótt. Vísir/Egill Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það. Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28