Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 12:20 Því hefur löngum verið haldið fram að í gögnum Epstein-málsins sé að finna nöfn valdamikilla manna sem kunni að hafa misnotað stúlkur með athafnamanninum. Getty/Images Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. Engar ástæður hafa verið gefnar fyrir því að Comey var sagt upp störfum en tímasetningin vekur athygli, þar sem deilur standa nú yfir meðal Repúblikana um birtingu gagna í Epstein-málinu. Það ber hins vegar einnig að nefna að Maurene er elsta dóttir James Comey, fyrrverandi forstjóra Alríkislögreglunnar, sem er síður en svo í uppáhaldi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Sumir dyggustu stuðningsmanna Trump hafa lent í andstöðu við forsetann varðandi Epstein-málið síðustu daga en á meðan þeir hafa kallað eftir því að öll gögn í málinu verði gerð opinber, hefur forsetinn freistað þess að gera lítið úr því. Dómsmálaráðherrann Pam Bondi hefur orðið tvísaga um tilvist lista yfir nána samtarfsmenn Epstein, og mögulega meðsektarmenn, en nú segir hún engan slíkan lista til þrátt fyrir að hafa áður haft á orði að hann lægi á borðinu hjá sér. Politico fjallaði um Epstein-málið á þriðjudag, degi áður en Comey var látin fjúka, og greindi meðal annars frá aðkomu saksóknarans. Comey var á móti birtingu gagna málsins á sínum tíma og New York Times gerir því skóna að mögulega hyggist stjórnvöld nota hana sem blóraböggul til að lægja öldurnar. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira
Engar ástæður hafa verið gefnar fyrir því að Comey var sagt upp störfum en tímasetningin vekur athygli, þar sem deilur standa nú yfir meðal Repúblikana um birtingu gagna í Epstein-málinu. Það ber hins vegar einnig að nefna að Maurene er elsta dóttir James Comey, fyrrverandi forstjóra Alríkislögreglunnar, sem er síður en svo í uppáhaldi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Sumir dyggustu stuðningsmanna Trump hafa lent í andstöðu við forsetann varðandi Epstein-málið síðustu daga en á meðan þeir hafa kallað eftir því að öll gögn í málinu verði gerð opinber, hefur forsetinn freistað þess að gera lítið úr því. Dómsmálaráðherrann Pam Bondi hefur orðið tvísaga um tilvist lista yfir nána samtarfsmenn Epstein, og mögulega meðsektarmenn, en nú segir hún engan slíkan lista til þrátt fyrir að hafa áður haft á orði að hann lægi á borðinu hjá sér. Politico fjallaði um Epstein-málið á þriðjudag, degi áður en Comey var látin fjúka, og greindi meðal annars frá aðkomu saksóknarans. Comey var á móti birtingu gagna málsins á sínum tíma og New York Times gerir því skóna að mögulega hyggist stjórnvöld nota hana sem blóraböggul til að lægja öldurnar.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira