Innlent

Staðan á gosinu og ó­á­nægja með lokanir í Grinda­vík

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á eldgosinu sem hófst enn eina ferðina á Sundhnúksgígaröðinni í gærnótt.

Hættustig er nú í Grindavíkurbæ sem þýðir að þangað komast aðeins íbúar og starfsmenn í bænum en ekki aðrir gestir. Það er hinsvegar opið í Bláa lóninu og ferðaþjónustuaðilar í Grindavík eru ekki par sáttir við þá mismunun. 

Einnig fjöllum við um heimsókn Úrsúlu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands en hún kom í gærkvöldi og verður fram á morgundag. 

Að auki eru það strandveiðarnar sem voru bannaðar á miðnætti en hart er lagt að atvinnuvegaráðherra að finna lausn á því máli svo hægt verði að halda veiðum áfram í sumar. 

Í íþróttapakka dagsins eru það svo leikirnir framundan í Sambandsdeildinni en þar eru bæði Valur og Víkingur í góðri stöðu.

Klippa: Hádegisfréttir 17. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×