Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2025 11:31 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að eldgosið í nótt hafi ekki komið á óvart þar sem mælingar á landrisi hafi sýnt að gos gæti hafist um þetta leyti. Hann spáir því að verulega muni draga úr eldgosinu á næstu klukkstundum og telur að það geti orðið það síðasta á Sundhnúkareininni. Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Veðurstofan Íslands lýsti því mati sínu um miðjan dag í gær að ef hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi héldist óbreyttur mætti gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi ykjust þegar liði á haustið. Aðeins hálfum sólarhring eftir að þetta mat var birt hófst eldgos. -Þetta eldgos virðist hafa komið flestum að óvörum. En var það svo? „Það kom mér ekki á óvart,“ svarar Þorvaldur í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þegar ég var að rýna landrisgögnin seinnipartinn í júní sá ég ekki betur heldur en að lágmarksrúmmálið til þess að það gæti orðið gos myndi vera náð svona upp úr miðjum júlí. Og að glugginn sem maður gat búist við gosi myndi vera frá miðjum júlí inn í miðjan ágúst.“ -En þetta virðist engu að síður vera breytt hegðan miðað við fyrir gos? „Þetta er miklu aflminna gos en það kemur upp á sama stað. Það er að koma upp um sömu gosrásina. Það kemur beint upp úr kvikuhólfinu undir Svartsengi og gossprungan opnast á þessum slóðum sem sex af átta fyrri gosum hafa opnast á, svona kílómetra fyrir sunnan Stóra-Skógsfell. Athuganir benda til þess að þarna sé komin mjög stöðug gosrás sem tengir í raun og vera þetta kvikuhólf bara beint við yfirborðið. Kvikan flæðir bara beint upp úr þegar hún nær nægilegum þrýstingi úr hólfinu og upp á yfirborð.“ -En hverju spáir þú um framhaldið? Nú hafa fyrri gos á Sundhnúksgígaröðinni byrjað mjög kröftuglega og svo fjarað hratt út og þessvegna dáið út innan sólarhrings. Við hverju má búast núna? Frá eldgosinu í morgun.Björn Steinbekk „Ég held að það muni draga verulega úr gosinu á næstu klukkutímum. Og svo er bara spurning um hvort það deyi út seinnipartinn í dag eða hvort það dragist eitthvað á langinn, sem sagt inn í næstu viku. En það verður örugglega komið á einn gíg seinnipartinn í dag. Þannig að maður býst við því að það muni draga tiltölulega fljótt úr þessu og þetta verði kannski bara búið tiltölulega snöggt. Og svona miðað við hvernig landrisgögnin hafa verið og þetta svona hökt á landrisinu, sem hefur verið, þá kæmi mér ekki á óvart að þetta verði síðasta gosið á Sundhnúkareininni.“ -Þú útilokar samt ekki að það geti orðið fleiri? „Nei, nei. Við sem erum í þessum bissniss við útilokum aldrei neitt. En mér finnst svona líklegra að þróunin verði þannig að við séum komin að endalokunum frekar en að þetta haldi áfram í einhverja mánuði eða í mörg ár í viðbót,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vísindi Grindavík Vogar Tengdar fréttir Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40