Sport

Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson prófar nýju flötina.
Landsliðsmaðurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson prófar nýju flötina.

Golfklúbburinn Oddur opnaði formlega í gær nýja púttaðstöðu sem mun lengja tímabil kylfinga talsvert mikið enda vonast til þess að hægt verði að pútta þar meira og minna allt árið.

Þetta er gervigras púttflöt sem er lögð með sama gervigraskerfi og notað er á Sofi Stadium í Flórída þar sem Tiger Woods og Rory McIlroy standa fyrir innanhúskeppni.

„Hér erum við að horfa á völl númer tvö í heiminum af TGL-kerfinu sem er það sem Tiger og Rory stofnuðu. Eini munurinn á þessu og því sem er notað í Flórída er að við erum ekki með glussakerfi undir og getum breytt gríninu. Að öðru leyti er þetta það sama,“ segir Ármann Andri Einarsson, framkvæmdastjóri Metatron/Golfstofan, sem á veg og vanda að framkvæmdinni.

„Það er mikil framþróun í gervigrösum og það eru tvö lög af höggdeyfi undir grasinu. Þá tékkar boltinn vel og þetta verður eins raunverulegt og hægt er.“

Landsliðsmaðurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson var einn þeirra sem prófaði nýju aðstöðuna og var sáttur.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta lengir tímabilið hér í Oddinum. Þetta er flott fyrir krakkana. Ég man þegar ég var ungur að það vantaði svona svæði til þess að fíflast á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×