Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 17:17 Spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir verður fyrst Íslendinga til að keppa á mótinu. @arndisdiljaa Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20. Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Allir fimm íslensku keppendurnir eru konur og tvær þeirra keppa á móti hvorri annarri í hástökki. Keppendur Íslands eru spjótkastarinn Arndís Diljá Óskarsdóttir, grindahlauparinn Júlía Kristín Jóhannesdóttir, kringlukastarinn Hera Christensen og hástökkvararnir Birta María Haraldsdóttir og Eva María Baldursdóttir. Hér fyrir neðan má sjá gott yfirlit um íslensku keppendurna á mótinu sem finna mátti á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Arndís Diljá Óskarsdóttir keppir í spjótkasti, en hún náði lágmarki í byrjun apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Bandaríkjunum. Hún er búin að vera á flottri siglingu í spjótkastinu undanfarnar vikur og mánuði og í vor var hún í miklum bætingaham en hún hefur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl. Þannig að hún er bókstaflega alveg við 55 m múrinn, það verður gaman að fylgjast með hvort hann verði rofinn í Bergen. Arndís Diljá verður fyrst íslensku keppendanna inn á völlinn en undankeppnin í spjótkasti kvenna fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:15 (hópur A) og 17:30 (hópur B) og úrslitin eru svo laugardaginn 19. júlí klukkan 18:55. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 100 m grindahlaupi, en hún náði lágmarki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur hún bætt tímann sinn nokkrum sinnum og er hennar besti tími frá því í byrjun apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek. Undanriðlar í 100 m grindahlaupi kvenna eru fimmtudaginn 17. júlí klukkan 16:40, undanúrslitin eru á föstudaginn 18. júlí klukkan 16:00 og úrslitin seinna sama dag klukkan 19:45. Birta María Haraldsdóttir keppir í hástökki, en hún náði lágmarki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norðurlandameistaramótinu í Malmö. Þetta er hennar besti árangur en undanfarin tvö ár hefur Birta María farið níu sinnum yfir 1,80 m. Eva María Baldursdóttir keppir einnig í hástökki en hún náði lágmarki í janúar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Bandaríkjunum en síðan þá hefur hún gert sér lítið fyrir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní. Undankeppni hástökksins fer fram fimmtudaginn 17. júlí klukkan 19:15 og úrslitin fara svo fram laugardaginn 19. júlí klukkan 17:10. Það er virkilega gaman að sjá hvað við eigum orðið sterka kvenkynshástökkvara en auk þeirra Birtu Maríu og Evu Maríu þá hefur Helga Þóra Sigurjónsdóttir einnig verið að fara mjög reglulega yfir 1,80 m. Það er langt síðan Ísland hefur átt svona marga sterka hástökkvara. Síðust til að keppa er Hera Christensen en hún keppir í kringlukasti. Hún náði lágmarki sumarið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bikarkeppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dagana og bætti hún sig síðast á Evrópubikar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæpum metra frá Íslandsmeti Thelmu Lindar Kristjánsdóttur sem er 54,69 m frá sumrinu 2018. Undankeppni kringlukastsins er fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12:10 (hópur A) og 13:20 (hópur B) og úrslitin eru svo sunnudaginn 20. júlí klukkan 18:20.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira