„Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 14:03 Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu. Vísir/Ragnar Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“ Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira