„Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2025 14:03 Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu. Vísir/Ragnar Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“ Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Á vefsíðu Ferðamálastofu má nú sjá tölfræði yfir hættuatvik og slys í íslenskri náttúru. Tölfræðin byggir á atvikum sem fundust með leit á vefsíðum og er markmiðið að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru. Dagbjartur Brynjarsson sérfræðingur öryggismála hjá Ferðamálastofu segir tölfræðina gefa góða yfirsýn. „Klárlega, það eru ákveðin hitavæði sem eru heitari en önnur þar sem verða fleiri tilfelli en önnur. Það er hægt að skoða þetta því samhengi.“ Dagbjartur segir að þó tölfræðin sé góð, hún sé ekki tæmandi og hafa þurfi í huga hvaðan upplýsingarnar koma. „Þetta er fengið úr fjölmiðlum. Þetta eru fréttir um slys á ferðamönnum og eins ef upplýsingar hafa verið settar á opinberar vefsíður líkt og hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Slysavarnarfélagið Landsbjörg.“ Byrja með nokkrum fyrirtækjum og taka hnökrana af Hann segir Ísland standa þokkalega í upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og að erlendir aðilar horfi til vefsíðunnar Safetravel sem fyrirmyndar í þeim efnum. Hann segir engan kominn hingað til lands sem ætli sér að slasast en því miður sé eins með erlenda ferðamenn og Íslendinga að þegar í fríið sé komið þá slaki menn á. „Ísland er með öruggustu löndum í heimi. Náttúran okkar er stórbrotin, náttúran okkar er sérstök og einstök og gerir það að verkum að menn þurfa svolítið að vara sig og vera meðvitaðir um hvað er að gerast.“ Í október tók til starfa starfshópur sem gerði það að tillögu sinni að koma á miðlægu atvikaskráningakerfi um slys í ferðaþjónustunni. „Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, persónugögn og þess háttar. Við erum nú að bíða eftir tilboði í fyrstu skref að takmarkaðri opnun á þessu.“ Dagbjartur segir vinnu í gangi hjá Ferðamálastofu í að koma slíku kerfi á og vonandi verði það hægt með haustinu. „Við viljum byrja þetta ekki með öllum fyrirtækjum, heldur byrja með nokkrum þar sem við byrjum í því að taka saman og taka hnökrana af áður en við opnum þetta.“
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðalög Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira