Leik lokið: Eng­land - Wales 6-1 | Eng­land flaug á­fram

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Englendingar fagna í kvöld.
Englendingar fagna í kvöld. vísir/getty

England tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum á EM er liðið vann öruggan sigur á Wales.

England var með sama stigafjölda og Holland fyrir leikinn en þó með betri markatölu. Liðið þurfti því sigur til þess að gulltryggja farseðilinn í átta liða úrslitin.

Þær voru heldur betur til í það því staðan í hálfleik var 4-0 og dagskránni í raun lokið.

Nokkrum mörkum var bætt við í seinni hálfleik og stórsigur Englands staðreynd. England mætir Svíum í átta liða úrslitunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira