„Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Hinrik Wöhler skrifar 10. júlí 2025 22:49 Besti fyrri hálfleikur Vals í sumar að mati þjálfara liðsins, Srdjan Tufegdzic. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði 3-0 sigri á Hlíðarenda í kvöld en Valur lagði eistneska liðið Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Hann var einkar ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum. Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
„Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum.
Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira