„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2025 14:02 Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél. Vísir/Vilhelm Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“ Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“
Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira