Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 10. júlí 2025 07:37 Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda. Skattahækkun, skattalækkun eða sömu gjöld? Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefur hækkað töluvert undanfarin ár og samkvæmt nýju fasteignamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti í maí mun fasteignamat hækka að meðaltali um 10% á næsta ári. Fasteignaskattur er beintengdur við fasteignamat og þar af leiðandi hækka fasteignaskattar samhliða hækkun fasteignamats nema að sveitarfélögin lækki álagningarhlutfallið á móti. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að fasteignaskattar hækki ár eftir ár á sjálfsstýringu án þess að fólk fái eitthvað í staðinn. Við í Framsókn höfum bent á að þessi „sjálfvirka skattheimta“ vegna hækkaðs fasteignamats er ekki alltaf réttmæt. Hún leggur auknar álögur á fólk sem hvorki hefur fengið hærri laun né aukna greiðslugetu. Það er þungt fyrir heimilin í borginni og kemur ofan á háa vexti og þráláta verðbólgu. Skattar eiga ekki að hækka ótakmarkað vegna langvarandi húsnæðisskorts sem er afleiðing af þeirri húsnæðisstefnu sem Samfylkingin aðhyllist. Það er óumdeilt að Framsókn telur rétt að fólk borgi til samfélagsins og taki þátt í samneyslunni en það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi meirihluta borgarstjórnar sem virðist halda að eigendur heimila í borginni séu breiðu bökin sem þola endalausa hækkun fasteignagjalda. Eigendur íbúða í Reykjavík eru ekki einhver auðmannastétt sem getur borið ótakmarkaðar álögur. Þetta er líka ungt fólk, eldra fólk, barnafjölskyldur og tekjulágir einstaklingar. Og í lang flestum tilvikum er það bankinn sem á stærstan hluta eignarinnar ekki eigandinn sjálfur. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í húsnæðiskostnað er þá meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar virðist þó telja að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að sækja ótakmarkað fé í vasa þeirra. Ranghugmyndir og ótti við gagnrýni Nýlega lögðum við í Framsókn til að fasteignagjöld myndu ekki hækka á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. Þannig væru tekjur borgarinnar þær sömu og borgarbúar myndu greiða það sama í fasteignagjöld árið 2025 og 2026. Það þýðir ekkert tap fyrir borgina. Samfylkingin taldi þetta hins vegar vera skattalækkun og spurði hvernig við ætluðum að hagræða fyrir þessari lækkun. Þau skilja það ekki að það þarf ekki að hagræða fyrir áætluðum umfram tekjum. Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar spyr eftirfarandi spurningar í grein á vísi: ,,Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári.” Framsetning borgarstjóra á málinu ber þá vott um lýðskrum þar sem hún sakar okkur um að leggja fram tillöguna á kostnað velferðarþjónustu. Staðreyndin er þó sú, eins og ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir meirihlutanum, að samkvæmt tillögu Framsóknar er ekki verið að lækka tekjur borgarinnar. Þær standa í stað. Reyndar er það svo að þessi tekjustofn hefur hækkað verulega síðustu ár og það er hið gagnstæða við rýrnun. Tillagan er því ekki heldur lögð fram á kostnað velferðarþjónustu, nema síður sé. Við í Framsókn munum hér eftir sem hingað til standa þétt á bakvið grunnþjónstu borgarinnar. Um það þarf ekki að efast. Það má þó efast um forgangsröðun meirihlutans sem telur nýja selalaug í Húsdýragarðinum vera mesta forgangsmál Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á svo miklum villigötum að hann virðist ekki einu sinni þola málefnalega umræðu. Þegar bent hefur verið á rangfærslur hafa þær ekki verið leiðréttar og athugasemdum verið eytt út af samfélagsmiðlum nánustu stuðningsmanna borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Auðvitað er öllum frjálst að ritskoða eigin samfélagsmiðla en þetta ber fyrst og fremst vott um hvað Samfylkingin óttast málefnalega gagnrýni. Dæmi hver fyrir sig. Það sem allir ættu í það minnsta að geta sammælst um er að ekki er hægt að líta á skattgreiðendur sem endalausa fjáröflunarvél fyrir gæluverkefni meirihlutans. Skattbyrði þarf að byggjast á réttlæti, skynsemi og ábyrgð en það virðist ekki vera leiðarljós núverandi meirihluta. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda. Skattahækkun, skattalækkun eða sömu gjöld? Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefur hækkað töluvert undanfarin ár og samkvæmt nýju fasteignamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti í maí mun fasteignamat hækka að meðaltali um 10% á næsta ári. Fasteignaskattur er beintengdur við fasteignamat og þar af leiðandi hækka fasteignaskattar samhliða hækkun fasteignamats nema að sveitarfélögin lækki álagningarhlutfallið á móti. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að fasteignaskattar hækki ár eftir ár á sjálfsstýringu án þess að fólk fái eitthvað í staðinn. Við í Framsókn höfum bent á að þessi „sjálfvirka skattheimta“ vegna hækkaðs fasteignamats er ekki alltaf réttmæt. Hún leggur auknar álögur á fólk sem hvorki hefur fengið hærri laun né aukna greiðslugetu. Það er þungt fyrir heimilin í borginni og kemur ofan á háa vexti og þráláta verðbólgu. Skattar eiga ekki að hækka ótakmarkað vegna langvarandi húsnæðisskorts sem er afleiðing af þeirri húsnæðisstefnu sem Samfylkingin aðhyllist. Það er óumdeilt að Framsókn telur rétt að fólk borgi til samfélagsins og taki þátt í samneyslunni en það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi meirihluta borgarstjórnar sem virðist halda að eigendur heimila í borginni séu breiðu bökin sem þola endalausa hækkun fasteignagjalda. Eigendur íbúða í Reykjavík eru ekki einhver auðmannastétt sem getur borið ótakmarkaðar álögur. Þetta er líka ungt fólk, eldra fólk, barnafjölskyldur og tekjulágir einstaklingar. Og í lang flestum tilvikum er það bankinn sem á stærstan hluta eignarinnar ekki eigandinn sjálfur. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í húsnæðiskostnað er þá meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar virðist þó telja að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að sækja ótakmarkað fé í vasa þeirra. Ranghugmyndir og ótti við gagnrýni Nýlega lögðum við í Framsókn til að fasteignagjöld myndu ekki hækka á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. Þannig væru tekjur borgarinnar þær sömu og borgarbúar myndu greiða það sama í fasteignagjöld árið 2025 og 2026. Það þýðir ekkert tap fyrir borgina. Samfylkingin taldi þetta hins vegar vera skattalækkun og spurði hvernig við ætluðum að hagræða fyrir þessari lækkun. Þau skilja það ekki að það þarf ekki að hagræða fyrir áætluðum umfram tekjum. Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar spyr eftirfarandi spurningar í grein á vísi: ,,Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári.” Framsetning borgarstjóra á málinu ber þá vott um lýðskrum þar sem hún sakar okkur um að leggja fram tillöguna á kostnað velferðarþjónustu. Staðreyndin er þó sú, eins og ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir meirihlutanum, að samkvæmt tillögu Framsóknar er ekki verið að lækka tekjur borgarinnar. Þær standa í stað. Reyndar er það svo að þessi tekjustofn hefur hækkað verulega síðustu ár og það er hið gagnstæða við rýrnun. Tillagan er því ekki heldur lögð fram á kostnað velferðarþjónustu, nema síður sé. Við í Framsókn munum hér eftir sem hingað til standa þétt á bakvið grunnþjónstu borgarinnar. Um það þarf ekki að efast. Það má þó efast um forgangsröðun meirihlutans sem telur nýja selalaug í Húsdýragarðinum vera mesta forgangsmál Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á svo miklum villigötum að hann virðist ekki einu sinni þola málefnalega umræðu. Þegar bent hefur verið á rangfærslur hafa þær ekki verið leiðréttar og athugasemdum verið eytt út af samfélagsmiðlum nánustu stuðningsmanna borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Auðvitað er öllum frjálst að ritskoða eigin samfélagsmiðla en þetta ber fyrst og fremst vott um hvað Samfylkingin óttast málefnalega gagnrýni. Dæmi hver fyrir sig. Það sem allir ættu í það minnsta að geta sammælst um er að ekki er hægt að líta á skattgreiðendur sem endalausa fjáröflunarvél fyrir gæluverkefni meirihlutans. Skattbyrði þarf að byggjast á réttlæti, skynsemi og ábyrgð en það virðist ekki vera leiðarljós núverandi meirihluta. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun