Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 06:33 Enska er opinbert mál Líberíu. AP/Evan Vucci Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka. Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka.
Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira