Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 19:53 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu. Vísir Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“ Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“
Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?