Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2025 16:15 Maðurinn fannst særður á göngustíg í Gufunesi. Hann lést á landspítalanum samdægurs. Vísir/Anton Brink Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í þremur gæsluvarðhaldsúrskurðum málsins sem birtir hafa verið á vef Landsréttar. Um er að ræða fyrstu dómsgögn málsins sem birt eru opinberlega. Á annan tug voru handteknir á meðan rannsóknin stóð yfir, en fimmmenningar hafa verið ákærðir í tengslum við málið, sem varðar andlát karlmanns á sjötugsaldri. Þar af eru þrír karlmenn, þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson, ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsisviptingu og ráni. Þau fimm hafa öll neitað sök. Sakborningar málsins eru grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðins. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Vildu lausnargjald Áðurnefndir úrskurðir varpa ljósi á rannsókn málsins. Til að mynda kemur fram í einum þeirra að strax hafi legið fyrir upplýsingar um að eiginkona hins látna hefði nóttina eftir að maðurinn var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Þess má geta að hvergi annars staðar í þessum úrskurðum er minnst á þessi meintu brot hins látna, heldur er það einungis haft eftir sakborningunum. Vildu lítið sem ekkert segja Elsti úrskurðurinn af þessum þremur sem hafa verið birtir, er frá 16. mars og fjallar hann um gæsluvarðhald eins sakborningsins. Sá sakborningur hafði þá verið handtekinn daginn áður og skýrsla tekin af honum samdægurs. Haft er eftir greinargerð lögreglu að framburður hans stangist „í verulegum atriðum“ á við fyrirliggjandi rannsóknargögn. Jafnframt kemur fram að sakborningurinn hafi neitað að veita heimild til leitar á innihaldi síma hans. Næst elsti úrskurðurinn, sem er frá 19. mars, varðar gæsluvarðhald konu með réttarstöðu sakbornings. Í honum kemur fram að fjórar skýrslur hafi verið teknar af konunni. Sú fyrsta hafi verið tekin degi eftir að maðurinn lést. Þar hafi konan alfarið neitað að tjá sig um meint brot og haldið því fram að hún hefði engar upplýsingar um málið. Sá framburður er sagður stangast á við framburð annarra í málinu og rannsóknargögn. Tveimur dögum síðar hafi hún beðið um að fá að bæta við framburð sinn. Í greinargerðinni segir að sá framburður hafi verið á sama veg og á engan hátt skýrari um aðild hennar að málinu. Seinni tvær skýrslurnar munu hafa verið teknar sama dag og úrskurðurinn var gefinn út. Í síðustu skýrslutökunni hafi rannsóknargögn málsins, sem eru sögð hafa bent til aðildar hennar að málinu, og henni boðið að tjá sig um þau. Hún hafi hins vegar ekki bætt neinu haldbæru við það sem hafði áður komið fram að hennar hálfu. Í þriðja úrskurðinum, sem er frá 4. apríl kemur fram að sakborningurinn, sem sá úrskurður varðar, hafi neitað að tjá sig um sakargiftirnar frá því að málið kom upp og hafi að engu öðru leyti viljað atbeina vegna rannsóknarinnar. Þó segir að af rannsóknargögnum málsins megi ráða að hann eigi beina og verulega aðild að því sem var til rannsóknar. Geti varðað ævilangt fangelsi Í þessum úrskurðum er bent á umfang rannsóknar lögreglu. Í þeim fyrsta segir að fjölmargir lögreglumenn hafi verið að vinna við rannsóknina allan sólarhringinn. Í öðrum úrskurðinum segir að vettvangur brotanna sé víðfemur, og nái hann til svæðis sem sé langt út fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi, sem hafði málið til rannsóknar. Þá segir að þær rannsóknaraðgerðir sem hafi verið hvað þýðingarmestar sé rannsókn á rafrænum gögnum og fjarskiptaupplýsingum. Minnst er á í öllum úrskurðunum að meint brot geti varðað allt að ævilöngu fangelsi. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í þremur gæsluvarðhaldsúrskurðum málsins sem birtir hafa verið á vef Landsréttar. Um er að ræða fyrstu dómsgögn málsins sem birt eru opinberlega. Á annan tug voru handteknir á meðan rannsóknin stóð yfir, en fimmmenningar hafa verið ákærðir í tengslum við málið, sem varðar andlát karlmanns á sjötugsaldri. Þar af eru þrír karlmenn, þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson, ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsisviptingu og ráni. Þau fimm hafa öll neitað sök. Sakborningar málsins eru grunaðir um að nema manninn á brott af heimili sínu á Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðins. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Vildu lausnargjald Áðurnefndir úrskurðir varpa ljósi á rannsókn málsins. Til að mynda kemur fram í einum þeirra að strax hafi legið fyrir upplýsingar um að eiginkona hins látna hefði nóttina eftir að maðurinn var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Þess má geta að hvergi annars staðar í þessum úrskurðum er minnst á þessi meintu brot hins látna, heldur er það einungis haft eftir sakborningunum. Vildu lítið sem ekkert segja Elsti úrskurðurinn af þessum þremur sem hafa verið birtir, er frá 16. mars og fjallar hann um gæsluvarðhald eins sakborningsins. Sá sakborningur hafði þá verið handtekinn daginn áður og skýrsla tekin af honum samdægurs. Haft er eftir greinargerð lögreglu að framburður hans stangist „í verulegum atriðum“ á við fyrirliggjandi rannsóknargögn. Jafnframt kemur fram að sakborningurinn hafi neitað að veita heimild til leitar á innihaldi síma hans. Næst elsti úrskurðurinn, sem er frá 19. mars, varðar gæsluvarðhald konu með réttarstöðu sakbornings. Í honum kemur fram að fjórar skýrslur hafi verið teknar af konunni. Sú fyrsta hafi verið tekin degi eftir að maðurinn lést. Þar hafi konan alfarið neitað að tjá sig um meint brot og haldið því fram að hún hefði engar upplýsingar um málið. Sá framburður er sagður stangast á við framburð annarra í málinu og rannsóknargögn. Tveimur dögum síðar hafi hún beðið um að fá að bæta við framburð sinn. Í greinargerðinni segir að sá framburður hafi verið á sama veg og á engan hátt skýrari um aðild hennar að málinu. Seinni tvær skýrslurnar munu hafa verið teknar sama dag og úrskurðurinn var gefinn út. Í síðustu skýrslutökunni hafi rannsóknargögn málsins, sem eru sögð hafa bent til aðildar hennar að málinu, og henni boðið að tjá sig um þau. Hún hafi hins vegar ekki bætt neinu haldbæru við það sem hafði áður komið fram að hennar hálfu. Í þriðja úrskurðinum, sem er frá 4. apríl kemur fram að sakborningurinn, sem sá úrskurður varðar, hafi neitað að tjá sig um sakargiftirnar frá því að málið kom upp og hafi að engu öðru leyti viljað atbeina vegna rannsóknarinnar. Þó segir að af rannsóknargögnum málsins megi ráða að hann eigi beina og verulega aðild að því sem var til rannsóknar. Geti varðað ævilangt fangelsi Í þessum úrskurðum er bent á umfang rannsóknar lögreglu. Í þeim fyrsta segir að fjölmargir lögreglumenn hafi verið að vinna við rannsóknina allan sólarhringinn. Í öðrum úrskurðinum segir að vettvangur brotanna sé víðfemur, og nái hann til svæðis sem sé langt út fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi, sem hafði málið til rannsóknar. Þá segir að þær rannsóknaraðgerðir sem hafi verið hvað þýðingarmestar sé rannsókn á rafrænum gögnum og fjarskiptaupplýsingum. Minnst er á í öllum úrskurðunum að meint brot geti varðað allt að ævilöngu fangelsi.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira