Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2025 06:21 Lögreglunámið fer fram undir formerkjum Háskólans á Akureyri. vísir/pjetur Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Níutíu og sex nýnemar munu hefja nám við skólann í haust og er það metfjöldi nýnema í náminu að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil óska öllum þeim sem hefja lögreglunám í haust hjartanlega til hamingju. Það er stór áfangi að fá að hefja slíkt nám og óska ég þeim velfarnaðar í sínu námi. Ég er ótrúlega ánægð með þennan mikla áhuga og vona að hann haldi áfram á næstu árum,“ er haft eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, af þessu tilefni. Í janúar kynnti dómsmálaráðherra áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári. Ákveðið var að fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt en líka fjölda þeirra sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. Í tilkynningunni segir að unnið sé að því að fjölga nemendum enn frekar á þessu kjörtímabili. Auk nýnema haustsins munu um 80 nemendur hefja síðara námsárið. Alls verða því um 176 nemendur í námi í lögreglufræðum næsta vetur, bæði á fyrra og seinna ári, og segir dómsmálaráðuneytið að gera megi ráð fyrir að það skili sér í metfjölda brautskráðra næstu árin. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Brottfall innan lögreglu er umtalsvert og hefur aukist á undanförnum árum. Í tilkynningunni segir að áform séu um að greina ástæður brottfalls innan lögreglunnar og leita leiða til að snúa þeirri þróun við. Háskólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Níutíu og sex nýnemar munu hefja nám við skólann í haust og er það metfjöldi nýnema í náminu að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil óska öllum þeim sem hefja lögreglunám í haust hjartanlega til hamingju. Það er stór áfangi að fá að hefja slíkt nám og óska ég þeim velfarnaðar í sínu námi. Ég er ótrúlega ánægð með þennan mikla áhuga og vona að hann haldi áfram á næstu árum,“ er haft eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, af þessu tilefni. Í janúar kynnti dómsmálaráðherra áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári. Ákveðið var að fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt en líka fjölda þeirra sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. Í tilkynningunni segir að unnið sé að því að fjölga nemendum enn frekar á þessu kjörtímabili. Auk nýnema haustsins munu um 80 nemendur hefja síðara námsárið. Alls verða því um 176 nemendur í námi í lögreglufræðum næsta vetur, bæði á fyrra og seinna ári, og segir dómsmálaráðuneytið að gera megi ráð fyrir að það skili sér í metfjölda brautskráðra næstu árin. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Brottfall innan lögreglu er umtalsvert og hefur aukist á undanförnum árum. Í tilkynningunni segir að áform séu um að greina ástæður brottfalls innan lögreglunnar og leita leiða til að snúa þeirri þróun við.
Háskólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira