Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2025 18:21 Kristján Haukur Magnússonn lenti í því miður skemmtilega atvki að vera stunginn í rassinn á laugardag. Sem betur náði hann að koma sér undan árásarmönnunum þremur sem er enn leitað að. Aðsend/Vísir/Vilhelm Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira