Innlent

Í­búðin í rúst eftir Airbnb-gesti

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Íbúðin var í póstnúmeri 105 í Reykjavík, Hlíðunum.
Íbúðin var í póstnúmeri 105 í Reykjavík, Hlíðunum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í verslun í miðbænum, en þaðan voru teknir peningar og er gerandi ókunnur.

Þá voru nokkrir stöðvaðir í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, og nokkrar tilkynningar um þjófnað úr verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×