Erlent

Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumar­búðum vegna flóða

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vatnshæð Guadalupe-árinnar jókst um átta metra á þremur korterum.
Vatnshæð Guadalupe-árinnar jókst um átta metra á þremur korterum. AP/Michel Fortier

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað.

Stúlkurnar sem saknað er dvöldu í sumarbúðunum Camp Mystic við bakka Guadalupe árinnar í bænum Hunt. Vatnsborð árinnar hækkaði um átta metra á aðeins 45. New York Times greinir frá því að örvæntingarfullir foreldrar hafi birt myndir af börnum sínum á netið og þyrpst að hjálparmiðstöðvm í von um að finna þar börn sín. Samkvæmt færslu frá Kerr-sýslu er óljóss fjölda fólks saknað.

Viðbragðsaðilar leituðu að strönduðu fólki í alla nótt. Þjóðvarðlið Texas bjargaði 237 manns með þyrlum og björgunarsundmönnum. Greg Abbott ríkisstjóri lýsti yfir neyðarástandi í fimmtán sýslum sem flýtir fyrir fjárveitingum úr ríkissjóði til björgunarstarfa.

Dan Patrick vararíkisstjóri lét einnig hafa það eftir eftir sér að sumarbúðirnar Camp Mystic hefði haft samband foreldra barna sem er saknað. Hann sagði að foreldrar barna sem ekki höfðu heyrt frá búðunum gætu gengið út frá því að börn þeirra séu heil á húfi. Um 750 stúlkur voru í sumarbúðunum þear flóðið reið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×