Körfubolti

Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jacoby Ross lék á sínum tíma með Alabama State í bandaríska háskólaboltanum en hefur síðan náð sér í reynslu í Evrópu.
Jacoby Ross lék á sínum tíma með Alabama State í bandaríska háskólaboltanum en hefur síðan náð sér í reynslu í Evrópu. Getty/Lee Coleman

Þorlákshafnar-Þórsarar eru á fullu að ganga frá leikmannamálum sínum fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla í körfubolta.

Bakvarðarsveit Þórsliðsins verður skipuð erlendum leikmönnum því Þór hefur samið við Grikkja og Bandaríkjamann með reynslu af evrópskum körfubolta. Þetta kemur fram á miðlum Þórsara og þeir taka það sérstaklega fram að þeir þykja báðir vera góðir varnarmenn.

Jacoby Ross er 28 ára bandarískur bakvörður sem lék síðast fyrir Angers í NM1 deildinni í Frakklandi. Jacoby er góður skotmaður sem getur spilaði bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður og þykir afbragðs varnarmaður.

Rafail Lanaras er 24 ára grískur bakvörður sem spilaði síðast með Corinthas í brasilísku deildinni. Rafail er fjölhæfur bakvörður og var meðal annars valinn varnarmaður ársins 2024 í NM1 deildinni í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×