Sport

Dag­skráin: Besta deildin, for­múla 1 á Silverstone, pílu­kast og golf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn spila í fyrsta sinn á Hásteinsvellinum á þessu sumri og nú er komið gervigras á völlinn.
Eyjamenn spila í fyrsta sinn á Hásteinsvellinum á þessu sumri og nú er komið gervigras á völlinn. vísir / hulda margrét

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Besta deild karla í fótbolta verður í aðalhlutverki en þrír leikir verða í beinni i dag. Skagamenn taka á móti Fram í fyrsta heimaleik Lárusar Orra Sigurðssonar, Eyjamenn fá Víkinga í heimsókn á sama stað og þeir slógu þá út úr bikarnum og Vestri fær sjóðheitt Valslið í heimsókn á Ísafjörð.

Þetta er stór helgi í formúlu 1 þar sem Silverstone kappaksturinn fer fram á sunnudaginn. Það verður sýnt beint frá þriðju æfingunni og tímatökunni í dag.

Pólska meistaramótið í pílukasti, Polish Darts Masters, hluti af heimsbikarnum verður líka i beinni í kvöld.

Það verður einnig sýnt beint frá BMW mótinu í golfi, frá Nascar kappakstrinum og frá bandarísku hafnaboltadeildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport

Klukkan 13.50 hefst bein útsending frá leik ÍA og Fram í Bestu deild karla í fótbolta.

SÝN Sport 4

Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá BMW Inernational Open golfmótinu á DP heimsmótaröðinni.

SÝN Sport 5

Klukkan 13.50 hefst bein útsending frá leik Vestra og Vals í Bestu deild karla í fótbolta.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 15.50 hefst bein útsending frá leik ÍBV og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 10.25 hefst bein útsending frá þriðju æfingu fyrir Silverstone kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 13.45 hefst bein útsending frá tímatökunni fyrir Silverstone kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 17.00 hefst bein útsending frá pólska meistaramótinu í pílukasti, Polish Darts Masters.

Klukkan 21.00 hefst bein útsending frá Nascar Xfinity kappakstrinum The Loop 110.

Klukkan 23.00 hefst bein útsending frá leik Detroit Tigers og Cleveland Guardians í bandarísku hafnaboltadeildinni MLB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×