Lífið

Sumar­legt grillsalat að hætti Hildar Rutar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hildur Rut deilir reglulega girnilegum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram.
Hildur Rut deilir reglulega girnilegum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram.

Sumarið kallar á létta og litríka rétti sem kæta bragðlaukana. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér ljúffengu og matarmiklu barbecue kjúklingasalati sem hentar einstaklega vel á heitum sumardegi.

BBQ kjúklingasalat með ananas, avókadó og kaldri jógúrtsósu

Réttur fyrir fjóra

Hráefni:

700 g úrbeinuð kjúklingalæri 

Salt og pipar

1 msk ólífuolía

1 dl BBQ sósa

1 dl smátt skorinn niðursoðinn ananas (með 1-2 msk safa)

1 tsk chipotle mauk

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk paprikuduft

Aðferð:

Byrjið á að blanda kjúklingnum saman í skál með BBQ sósu, ananas, ólífuolíu, chipotle mauki, hvítlauksdufti, paprikuduft, salti og pipar. Látið marinerast í a.m.k. 30-60 mínútur – eða yfir daginn ef þið hafið tíma.

Hitið grillið vel og penslið það létt með olíu.

Grillið kjúklingalærin í 4–5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þau eru elduð í gegn og fallega gljáð.

Jógúrtsósa með lime & steinselju

Hráefni:

200 g grísk jógúrt

1 msk majónes

Safi úr ½ lime

1 hvítlauksrif, pressað eða 1 tsk hvítlauksduft

1 tsk hunang

1 msk steinselja

Salt og pipar

Aðferð:

Blandið saman öllum hráefnum í jógúrtsósuna og smakkið til með salti, pipar og lime. Kælið í ísskáp þar til salatið er tilbúið.

Grænmeti, hnetur og ostur

Hráefni:

Salat eftir smekk

1 avókadó, skorinn í bita

¼ rauðlaukur, í þunnar sneiðar

2 dl kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

½ dl ristaðar pistasíur

Fetaostur eftir smekk (mér finnst best að nota hreinan)

Aðferð:

Skerið kjúklinginn í strimla eða bita þegar þau eru tilbúin og látið hvíla örlítið.

Setjið salat, kirsuberjatómata, rauðlauk, avókadó, kjúklinginn, pistasíur og fetaost í skál eða á stórt fat.

Dreifið sósunni yfir salatið eða berið hana fram til hliðar – og njótið!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.