Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2025 10:17 Verg landsframleiðsla dróst saman um 0,7% á síðasta ári. Vísir/Lýður Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári. Þar segir að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 0,7% á síðasta ári. Í ár séu horfur á að hagvöxtur verði 2,2% og að hann verði drifinn áfram af innlendri eftirspurn. Árið 2026 er reiknað með að verg landsframleiðsla aukist um 2,5% sem má að mestu rekja til bata í utanríkisviðskiptum en einnig aukningu í neyslu. Árið 2027 er gert ráð fyrir 2,8% hagvexti þar sem aukning landsframleiðslunnar verður á breiðari grunni. Horfur eru á að einkaneysla aukist um 3,1% í ár. Hún jókst á fyrsta fjórðungi 2025 og vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt á árinu. Sterk fjárhagsstaða heimila, aukinn kaupmáttur og minnkandi fjármagnskostnaður munu styðja við einkaneyslu á spátímanum. Reiknað er með að samneysla vaxi um 1,6% í ár en næstu ár er gert ráð fyrir heldur hægari vexti eða 1,1% árið 2026. Reiknað er með 5% aukningu fjárfestingar í ár. Aukningin skýrist að miklu leyti af fjárfestingu í tölvubúnaði fyrir gagnaver. Á næsta ári er gert ráð fyrir 4,5% samdrætti sem skýrist af grunnáhrifum vegna tölvubúnaðar en gert er ráð fyrir að önnur fjárfesting aukist lítillega, m.a. vegna batnandi fjármögnunarskilyrða og að framkvæmdir tengdar orkuöflun verði þá komnar á fullt skrið. Áætlað er að útflutningur aukist um 2,9% í ár og um 2,5% á næsta ári. Búist er við að útflutningur vegna þjónustu erlendra ferðamanna hérlendis verði álíka og á síðasta ári. Útlit er fyrir halla í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í ár sem nemur 1,4% af vergri landsframleiðslu en að þau skili afgangi á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni áfram á spátímanum. Aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðja við hjöðnun verðbólgunnar þó á móti vegi að enn er þróttur í hagkerfinu. Reiknað er með að vísitala neysluverðs hækki um 3,8% að meðaltali í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Reiknað er með að launavísitala að raunvirði hækki um 2,8% á árinu. Hægst hefur á fólksfjölgun á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli minnkað sem bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé að færast nær jafnvægi eftir tímabil mikillar spennu. Í spánni segir að óvissa hafi aukist um horfur vegna viðskiptastríðs og ófriðar í Mið-Austurlöndum. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 25. mars og er næsta útgáfa fyrirhuguð í nóvember nk. Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Þar segir að verg landsframleiðsla hafi dregist saman um 0,7% á síðasta ári. Í ár séu horfur á að hagvöxtur verði 2,2% og að hann verði drifinn áfram af innlendri eftirspurn. Árið 2026 er reiknað með að verg landsframleiðsla aukist um 2,5% sem má að mestu rekja til bata í utanríkisviðskiptum en einnig aukningu í neyslu. Árið 2027 er gert ráð fyrir 2,8% hagvexti þar sem aukning landsframleiðslunnar verður á breiðari grunni. Horfur eru á að einkaneysla aukist um 3,1% í ár. Hún jókst á fyrsta fjórðungi 2025 og vísbendingar eru um áframhaldandi vöxt á árinu. Sterk fjárhagsstaða heimila, aukinn kaupmáttur og minnkandi fjármagnskostnaður munu styðja við einkaneyslu á spátímanum. Reiknað er með að samneysla vaxi um 1,6% í ár en næstu ár er gert ráð fyrir heldur hægari vexti eða 1,1% árið 2026. Reiknað er með 5% aukningu fjárfestingar í ár. Aukningin skýrist að miklu leyti af fjárfestingu í tölvubúnaði fyrir gagnaver. Á næsta ári er gert ráð fyrir 4,5% samdrætti sem skýrist af grunnáhrifum vegna tölvubúnaðar en gert er ráð fyrir að önnur fjárfesting aukist lítillega, m.a. vegna batnandi fjármögnunarskilyrða og að framkvæmdir tengdar orkuöflun verði þá komnar á fullt skrið. Áætlað er að útflutningur aukist um 2,9% í ár og um 2,5% á næsta ári. Búist er við að útflutningur vegna þjónustu erlendra ferðamanna hérlendis verði álíka og á síðasta ári. Útlit er fyrir halla í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd í ár sem nemur 1,4% af vergri landsframleiðslu en að þau skili afgangi á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verðbólga hjaðni áfram á spátímanum. Aðhaldssöm peningastefna, gengisstyrking krónunnar og langtímakjarasamningar styðja við hjöðnun verðbólgunnar þó á móti vegi að enn er þróttur í hagkerfinu. Reiknað er með að vísitala neysluverðs hækki um 3,8% að meðaltali í ár og nálgist verðbólgumarkmið árið 2027. Reiknað er með að launavísitala að raunvirði hækki um 2,8% á árinu. Hægst hefur á fólksfjölgun á vinnumarkaði og eftirspurn eftir vinnuafli minnkað sem bendir til þess að vinnumarkaðurinn sé að færast nær jafnvægi eftir tímabil mikillar spennu. Í spánni segir að óvissa hafi aukist um horfur vegna viðskiptastríðs og ófriðar í Mið-Austurlöndum. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 25. mars og er næsta útgáfa fyrirhuguð í nóvember nk.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira