Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2025 10:49 Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu í morgun. Vísir/Vilhelm Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm yfir Ym fyrir luktum dyrum í morgun. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir Héraðssaksóknara, greinir Vísi frá lyktum málsins. Hann segir að ákæruvaldið hafi farið fram á að Ym yrði gert að sæta refsingu en dómurinn hafi ekki talið refsingu myndu bera árangur. Því hefði hann verið sakfelldur og dæmdur til að sæta öryggisvistun. Slíkri öryggisvistun er ekki markaður fyrirframákveðinn tími. Í ákæru á hendur Ym segir að hann hafi veist að móður sinni, á heimili hennar í Breiðholti, og banað henni með því að stinga hana í það minnsta 22 sinnum með hnífi í brjóstsvæði, handleggi og hendur. Hnífstungurnar hafi meðal annars gengið inn í hægra lunga, sem hafi leitt til dauða hennar. Dómari ákvað að loka þinghaldi Aðalmeðferð hófst í málinu þann 5. júní og þá sagði Karl Ingi í samtali við Vísi að þinghald yrði háð fyrir luktum dyrum. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði en dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, telji hann það nauðsynlegt. Tveir dómarar og geðlæknir dæmdu Karl Ingi sagði einnig að geðmat hefði verið framkvæmt á Ym í málinu og niðurstaða yfirmatsmanna hefði verið að Ymur hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu en refsing yfir honum myndi ekki bera árangur. Dómurinn komst að sömu niðurstöðu. Tveir geðlæknar hefðu framkvæmt matið og dómurinn yrði skipaður tveimur embættisdómurum og einum geðlækni. Hefur áður hlotið dóma Árið 2022 hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni, kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára stúlku í strætóskýli október árið 2020. Hann hafi kysst hana á hálsinn, reynt að kyssa hana á munninn og boðið henni peninga. Þar að auki hlaut hann dóm fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hóta lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Stakk föður sinn í bakið Árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Þá var hann í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Dómsmál Banaði móður sinni í Breiðholti Reykjavík Tengdar fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana. 22. janúar 2025 09:08 Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. 22. janúar 2025 14:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm yfir Ym fyrir luktum dyrum í morgun. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Karl Ingi Vilbergsson, sem sótti málið fyrir Héraðssaksóknara, greinir Vísi frá lyktum málsins. Hann segir að ákæruvaldið hafi farið fram á að Ym yrði gert að sæta refsingu en dómurinn hafi ekki talið refsingu myndu bera árangur. Því hefði hann verið sakfelldur og dæmdur til að sæta öryggisvistun. Slíkri öryggisvistun er ekki markaður fyrirframákveðinn tími. Í ákæru á hendur Ym segir að hann hafi veist að móður sinni, á heimili hennar í Breiðholti, og banað henni með því að stinga hana í það minnsta 22 sinnum með hnífi í brjóstsvæði, handleggi og hendur. Hnífstungurnar hafi meðal annars gengið inn í hægra lunga, sem hafi leitt til dauða hennar. Dómari ákvað að loka þinghaldi Aðalmeðferð hófst í málinu þann 5. júní og þá sagði Karl Ingi í samtali við Vísi að þinghald yrði háð fyrir luktum dyrum. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði en dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, telji hann það nauðsynlegt. Tveir dómarar og geðlæknir dæmdu Karl Ingi sagði einnig að geðmat hefði verið framkvæmt á Ym í málinu og niðurstaða yfirmatsmanna hefði verið að Ymur hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu en refsing yfir honum myndi ekki bera árangur. Dómurinn komst að sömu niðurstöðu. Tveir geðlæknar hefðu framkvæmt matið og dómurinn yrði skipaður tveimur embættisdómurum og einum geðlækni. Hefur áður hlotið dóma Árið 2022 hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast gegn móður sinni, kynferðisbrot gegn unglingsstúlku, og brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart fimmtán ára stúlku í strætóskýli október árið 2020. Hann hafi kysst hana á hálsinn, reynt að kyssa hana á munninn og boðið henni peninga. Þar að auki hlaut hann dóm fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hóta lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Stakk föður sinn í bakið Árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Þá var hann í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu.
Dómsmál Banaði móður sinni í Breiðholti Reykjavík Tengdar fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana. 22. janúar 2025 09:08 Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. 22. janúar 2025 14:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana. 22. janúar 2025 09:08
Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. 22. janúar 2025 14:37