Sport

Trump ætlar að halda UFC bar­daga í Hvíta húsinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Donald Trump verður með veglega afmælisveislu.
Donald Trump verður með veglega afmælisveislu. Chris Unger/Zuffa LLC

Bardagaáhugamaðurinn mikli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda upp á 250 ára sjálfstæðisafmæli þjóðarinnar með því að setja upp UFC bardaga í garði Hvíta hússins.

„Allir okkar þjóðgarðar og sögulegu staðir munu halda viðburði í tengslum við 250 ára afmæli Bandaríkjanna. Ég held meira að segja að við verðum með UFC bardaga… Hugsið ykkur, í garði Hvíta hússins, hér er mikið landssvæði“ sagði Trump þegar hann ræddi 250 ára afmæli Bandaríkjanna, sem verður haldið þann 4. júlí 2026.

Hann bætti síðan við að þetta yrði „alvöru“ bardagi þar sem 20-25 þúsund áhorfendur gætu komist fyrir í garðinum.

Trump hefur margsinnis sést á UFC bardögum í gegnum tíðina, er mikill áhugamaður um bardagaíþróttir og góðvinur Dana White, eiganda og forstjóra UFC.

Dana White mun skipuleggja bardagakvöldið í Hvíta húsinu fyrir Donald Trump. Jeff Bottari/Zuffa LLC

Trump mætti til dæmis með fyrrum vini sínum Elon Musk á UFC 309 eftir að hafa hlotið kjör í forsetakosningunum, síðast sást Trump svo á UFC 316 fyrir mánuði síðan með fyrrum hnefaleikamanninum Mike Tyson.

Trump og Musk fylgjast grannt með titilbardaga á UFC 309. Joe Raedle/Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×