Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 18:52 Arnar Pétursson sést hér fagna sigri í hlaupinu í gær eftir endasprett á móti þeim Stefáni Pálssyni og Þorsteini Roy Jóhannssyni. Hann útskýrði sitt mál eftir að hafa verið dæmdur úr leik. @armannfrjalsar/@arnarpeturs Ármenningar hafa nú svarað gagnrýndi margfalds Íslandsmeistara sem var dæmdur úr leik í Íslandsmeistarahlaupi í gærkvöldi. Blikinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi í gær en það fór fram samhliða Aukakrónuhlaupi Ármanns. Sigurgleði Arnars var þó skammvinn því hann var dæmdur úr leik við komuna í mark. Arnar var mjög ósáttur og sagði sína hlið á málinu á samfélagsmiðlum í gær. Fór á staðinn þar sem hann var dæmdur fyrir að hlaupa út úr brautinni. Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025. „Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að það ætti ekki að fara framhjá reyndum hlaupara að hlaupið færi fram á göngustíg og að hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar skaut á Ármenninga og rifjaði upp mistök í fyrra þegar hlaup var dæmt ógilt þar sem vegalengdin var ekki rétt. „Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá alla hér fyrir neðan. Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Blikinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi í gær en það fór fram samhliða Aukakrónuhlaupi Ármanns. Sigurgleði Arnars var þó skammvinn því hann var dæmdur úr leik við komuna í mark. Arnar var mjög ósáttur og sagði sína hlið á málinu á samfélagsmiðlum í gær. Fór á staðinn þar sem hann var dæmdur fyrir að hlaupa út úr brautinni. Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025. „Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að það ætti ekki að fara framhjá reyndum hlaupara að hlaupið færi fram á göngustíg og að hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar skaut á Ármenninga og rifjaði upp mistök í fyrra þegar hlaup var dæmt ógilt þar sem vegalengdin var ekki rétt. „Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá alla hér fyrir neðan. Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson
Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira