Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 06:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir (t.v.) segir að Jens Garðar Helgason (t.h.) hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjald vegna hagsmunaáreksturs. Vísir Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hafi áhrif á afstöðu hans til veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi þingflokksformaður flokks hans tekur undir gagnrýni á hæfi hans til að fjalla um málið. Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Fjallað var um fjárhagslega hagsmuni barna Jens Garðars Helgasonar, varaformanns og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði í DV í vikunni. Stjórnarformaður Eskju er fyrrverandi eiginkona Jens Garðars, móðir þriggja barna hans og dóttir tveggja eigenda félagsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeirri skoðun í samfélagsmiðlafærslu að varaformaðurinn ætti ekki og hefði ekki átt að taka þátt í umræðum um veiðigjöld vegna hagsmunaárekstra. „Erum við Sjálfstæðismenn orðnir algerlega ólæsir á viðbrögð fólksins í landinu?“ skrifaði Ragnheiður. Skjáskot af Facebook-færslu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.Skjáskot Jens Garðar segir þingmenn ekki vanhæfa til þess að taka þátt í umræðum. Hver og einn þeirra þurfi svo að eiga við sig hvernig og hvort þeir greiði atkvæði. „Þetta er skattafrumvarp og auðvitað taka þingmenn til máls um það, alveg eins og þeir gera í umræðum um tekjuskatt, sem hefur bein áhrif á hvern og einn þingmann persónulega,“ segir Jens Garðar í skriflegu svari til Vísis. Hann hafnar því að hann sé í sérstakri hagsmunabaráttu vegna barna sinna í veiðigjaldamálinu. „Þetta er bara mín prinsippafstaða til málsins og hún hefur ekkert með mín fjölskyldutengsl að gera. Ég og barnsmóðir mín skildum fyrir sautján árum,“ segir Jens Garðar sem var áður formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hafa barist af krafti gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóta að mótmæla skattlagningunni Stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið uppi málþófi um veiðigjaldafrumvarpið. Umræðan er sú þriðja lengsta* frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. Aðeins umræðan um Icesave-málið eftir hrun og þriðja orkupakkann fyrir nokkrum árum var lengri. Jens Garðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn og stjórnarandstaðan hljóti að mótmæla þegar til standi að leggja skatt á atvinnugrein sem nemi allt að 75-90 prósent af rekstrarafkomu. „Ég vona að það náist samkomulag um málið, eins og venjan er við þinglok, sem og önnur stór mál, þar á meðal skattamál, sem eru föst í þinginu núna,“ segir Jens Garðar og nefnir meðal annars kílómetragjald og frumvarp um jöfnunarsjóð. *Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að umræðan um veiðigjöldin væri sú önnur lengsta í seinni tíma sögu Alþingis og byggði það á fyrri frétt Vísis sem reyndist röng. Samkvæmt tölum Alþingis er umræðan enn sú þriðja lengsta en nálgast nú óðfluga Icesave-umræðuna að lengd.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent