Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:10 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, gefur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, danskt knus og kram við komuna til Árósa í gær. AP/Mikkel Berg Pedersen/Ritzau Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins. Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins.
Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira