Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2025 21:32 Kohhberger í dómsal í dag. Vísir/AP Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hve hrottafengin morðin voru en einnig vegna aldurs fórnarlambanna og bakgrunns Kohberger en á þessum tíma var hann doktorsnemi í afbrotafræði. Kaylee Goncalves, Ethan Chapin, Xana Kernodle og Madison Mogen voru öll myrt á sameiginlegu heimili sínu í bænum Moskvu í nóvember 2022. Heimili þeirra var ekki hluti af háskólasvæðinu. Í frétt BBC segir að við áheyrn málsins í dag hafi dómarinn greint frá samkomulagi sem Kohberger hefur komist að við ákæruvaldið og að hann hafi samþykkt að áfrýja málinu ekki og að biðja ekki um vægari refsingu. Þar kemur einnig fram að dómarinn greindi frá því í dag að fjöldi hafi hringt í hann og skilið eftir skilaboð til hans og reynt að hafa áhrif á hann. Hann sagðist ekki hafa lesið eða hlustað á skilaboðin og hvatti fólk til þess að hætta að hafa samband. Kohburger var ákærður fyrir innbrot sem getur varðað tíu ára fangelsi og fjögur manndráp en hvert brot getur varðað lífstíðarfangelsi. Fram kemur í frétt BBC að hann hafi játað öll brotin. Hann var ákærður fyrir brotin í 2023 og hefur þar til í dag alltaf fullyrt að hann sé saklaus. Ekki hafa fundist nein tengsl við fórnarlömbin eða ástæða fyrir morðunum. Hann var handtekinn nokkrum vikum eftir morðin o svo ákærður í maí 2023. Í frétt BBC segir að í gögnum lögreglunnar hafi komið fram að á heimili fjölskyldu Kohberger hafi fundist hnífur, byssa, svartir hanskar, svartur hattur og svört gríma. Samkomulagið vonbrigði Fjölskyldur fórnarlambanna eru ekki allar sáttar við samkomulagið sem ákæruvaldið hefur gert við Kohberger og segja ríkið hafa brugðist sér. Fjölskyldur hinna látnu við dómhúsið í dag. Vísir/AP Fjölskylda Kaylee Goncalves sagði til dæmis í yfirlýsingu að þau væru mjög reið og að þessi niðurstaða hafi verið óvænt. Þau hafi viljað fulla játningu um hvar hann hafi myrt þau, hvaða vopn hann hafi notað og staðfestingu á því að hann hafi verið einn að verki. Faðir Madison Mogen sagði í viðtali við CBS að hann væri feginn að þetta væri niðurstaðan. Honum þætti betra að hann fengi allan þennan tíma í fangelsi til að hugsa um hvað hann gerði í stað skjóts dauðdaga með dauðarefsingunni. Idaho er eitt af 27 ríkjum Bandaríkjanna sem heimila dauðarefsinguna en engin aftaka hefur farið fram þar síðan 2012.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44