Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 19:45 Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands. vísir Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“ Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira