Jimmy Swaggart allur Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 17:51 Jimmy Swaggart var gríðarlega vinsæll sjónvarpsprédikari. Getty Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Swaggart var frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna. Hann fæddist í fátækt í mikla tónlistarfjölskyldu. Jerry Lee Lewis, rokkfrumkvöðull, var til að mynda frændi hans. Swaggart segist hafa verið átta ára gamall þegar hann heyrði rödd Guðs í fyrsta sinn, og frá þeim degi hafi líf hans breyst. Þegar Swaggart var 23 ára gamall gerðist hann prédikari, sem einkenndist meðal annars af því að hann söng og spilaði gospel-tónlist á píanó. Vinsældirnar jukust smátt og smátt. Hann byrjaði með útvarpsstöð, kom tímariti á fót, og færði sig svo í sjónvarpið. Viðhorf Swaggart voru umdeild. Hann sagði kaþólska trú vera „fölsk trúarbrögð“ og sagði þúsund ára þjáningu gyðinga vera vegna þess að þeir höfnuðu Kristi. Sjónvarpsprédikunin gekk gríðarlega vel. Árið 1986 var viðskiptaveldi hans metið á 142 milljónir Bandaríkjadala. Gómaður með vændiskonu Árið 1988 var Swaggart ljósmyndaður ásamt vændiskonu sem sagði fjölmiðlum í kjölfarið að þau tvö hafi ekki stundað kynlíf, en að hann hafi borgað henni fyrir að sitja fyrir nakin. Í aðdraganda þessa hneykslismáls hafði Swaggart sakað annan prédikara, Marvin Gorman, um kynferðislegan ólifnað. Það var Gorman sem réði ljósmyndarann sem gómaði Swaggart með vændiskonunni. Síðar borgaði Swaggart 1,8 milljónir Bandaríkjadala til Gorman vegna ásakananna. Eftir að hneykslismálið með vændiskonuna kom á yfirborðið. Hélt Swaggart líklega sína frægustu sjónvarpsmessu. „Ég hef syndgað gagnvart þér, drottinn minn,“ sagði Swaggart meðan tár runnu niður kynnar hans. Fleiri hneyksli fylgdu. Árið 1991 var Swaggart handtekinn ásamt annarri vændiskonu. Hann var ákærður fyrir að keyra á óskráðum Jagúar á röngum vegahelmingi. Sú vændiskona vildi meina að Swaggart hefði orðið stressaður þegar hann sá lögreglubíl, og skipt um vegahelming meðan hann reyndi að fela klámblöð undir sæti sínu. Í kjölfarið hvarf Swaggart að miklu leyti úr sviðsljósinu. Hann hélt þó ótrauður áfram að predika og vakti athygli af og til. „Faðir minn var baráttumaður. Faðir minn var prédikari. Hann vildi ekki vera neitt en boðberi Guðspjallsins,“ sagði sonur hans, Donnie Swaggart, sem er einnig predikari um föður sinn þegar hann tjáði sig um andlátið. Swaggart skilur eftir sig eiginkonu, þrjú born, tvö barnabörn og níu barnabarnabörn. Trúmál Bandaríkin Andlát Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Swaggart var frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna. Hann fæddist í fátækt í mikla tónlistarfjölskyldu. Jerry Lee Lewis, rokkfrumkvöðull, var til að mynda frændi hans. Swaggart segist hafa verið átta ára gamall þegar hann heyrði rödd Guðs í fyrsta sinn, og frá þeim degi hafi líf hans breyst. Þegar Swaggart var 23 ára gamall gerðist hann prédikari, sem einkenndist meðal annars af því að hann söng og spilaði gospel-tónlist á píanó. Vinsældirnar jukust smátt og smátt. Hann byrjaði með útvarpsstöð, kom tímariti á fót, og færði sig svo í sjónvarpið. Viðhorf Swaggart voru umdeild. Hann sagði kaþólska trú vera „fölsk trúarbrögð“ og sagði þúsund ára þjáningu gyðinga vera vegna þess að þeir höfnuðu Kristi. Sjónvarpsprédikunin gekk gríðarlega vel. Árið 1986 var viðskiptaveldi hans metið á 142 milljónir Bandaríkjadala. Gómaður með vændiskonu Árið 1988 var Swaggart ljósmyndaður ásamt vændiskonu sem sagði fjölmiðlum í kjölfarið að þau tvö hafi ekki stundað kynlíf, en að hann hafi borgað henni fyrir að sitja fyrir nakin. Í aðdraganda þessa hneykslismáls hafði Swaggart sakað annan prédikara, Marvin Gorman, um kynferðislegan ólifnað. Það var Gorman sem réði ljósmyndarann sem gómaði Swaggart með vændiskonunni. Síðar borgaði Swaggart 1,8 milljónir Bandaríkjadala til Gorman vegna ásakananna. Eftir að hneykslismálið með vændiskonuna kom á yfirborðið. Hélt Swaggart líklega sína frægustu sjónvarpsmessu. „Ég hef syndgað gagnvart þér, drottinn minn,“ sagði Swaggart meðan tár runnu niður kynnar hans. Fleiri hneyksli fylgdu. Árið 1991 var Swaggart handtekinn ásamt annarri vændiskonu. Hann var ákærður fyrir að keyra á óskráðum Jagúar á röngum vegahelmingi. Sú vændiskona vildi meina að Swaggart hefði orðið stressaður þegar hann sá lögreglubíl, og skipt um vegahelming meðan hann reyndi að fela klámblöð undir sæti sínu. Í kjölfarið hvarf Swaggart að miklu leyti úr sviðsljósinu. Hann hélt þó ótrauður áfram að predika og vakti athygli af og til. „Faðir minn var baráttumaður. Faðir minn var prédikari. Hann vildi ekki vera neitt en boðberi Guðspjallsins,“ sagði sonur hans, Donnie Swaggart, sem er einnig predikari um föður sinn þegar hann tjáði sig um andlátið. Swaggart skilur eftir sig eiginkonu, þrjú born, tvö barnabörn og níu barnabarnabörn.
Trúmál Bandaríkin Andlát Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira