Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2025 15:46 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms um 329 milljónir til handa Hugins. Ríkið óskaði eftir áfrýjunarleyfi í báðum málum, sem Hæstiréttur veitti í janúar þessa árs. Vinnslustöðin lagðist ekki gegn beiðni ríkisins en það gerði Huginn. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir stóðu Vinnslustöðin og Huginn úr Vestmannaeyjum. Á meðan á málarekstrinum stóð keypti Vinnslustöðin Hugin. Lögðu ekki fram gögn Í dómi Hæstaréttar í máli Vinnslustöðvarinnar segir að í kjölfar dóma réttarins árið 2018 hefðu Vinnslustöðun og ríkið gert dómsátt í viðurkenningarmáli sem félagið hefði höfðað á hendur ríkinu. Ríkið hefði viðurkennt bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið kynni að hafa orðið fyrir af þeim sökum að fiskiskipum félagsins var á árabilinu 2011 til 2014 úthlutað, á grundvelli fyrirmæla í reglugerð, minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Vinnslustöðin hefði síðan höfðað mál á hendur ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem hún taldi sig hafa orðið fyrir vegna þessa á árunum 2011 til 2018. Undir rekstri málsins hefði matsgerða dómkvaddra matsmanna verið aflað og og Vinnslustöðin reist endanlega kröfugerð sína á matsgerð þeirri. Hæstiréttur taldi matsgerðina reista á ófullnægjandi forsendum vegna vöntunar á gögnum sem Vinnslustöðin hefði átt að vera unnt að afla og leggja fram. Af því hafi leitt að matsgerðin byggðist á almennum forsendum og útreikningum sem ekki stæðu í beinum tengslum við atvik málsins. Þetta hafi meðal annars endurspeglast í óviðunandi óvissumörkum í niðurstöðu matsgerðar, en þau hafi numið 30 prósent til hækkunar eða lækkunar. Hæstiréttur taldi að þótt erfiðleikum kynni að vera bundið fyrir Vinnslustöðina að færa nákvæmar sönnur á fjárhæð ætlaðs tjóns síns yrði lagt til grundvallar að henni hefði verið unnt í mun ríkari mæli en raunin var að leggja fram sundurliðuð gögn um tekjur sínar og gjöld eftir tegundum og starfsþáttum á umræddu tímabili. Af þessum ástæðum brysti skilyrði til að ákveða Vinnslustöðinni bætur að álitum og yrði að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Atvinnufrelsi skert Í dómi Hæstaréttar hvað varðar Hugin er sömu málavöxtum lýst fram að höfðun málsins og í tilfelli Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að með hinni ólögmætu tilhögun á úthlutun aflaheimilda í makríl á fyrrgreindu árabili hefðu atvinnuréttindi Hugins verið skert. Þau nytu verndar eingarréttarákvæðis stjórnarskrár en sú vernd væri takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignarréttinda. Réði þar mestu að atvinnuréttindi væru háð óvissu um varanleika og efnislegt inntak, meðal annars vegna þess að löggjafanum væri ætlað víðtækt svigrúm til þess að grípa inn í nýtingu þeirra og ráðstöfun. Væri slík óvissa veruleg í tilviki mögulegrar nýtingar aflaheimilda í flökkustofni uppsjávarfisks eins og makríls. Ekki öruggt að allur makríllinn hefði veiðst Hæstiréttur taldi ekki unnt að leggja afdráttarlaust til grundvallar að Huginn hefði fullnýtt þá viðbót í aflaheimildum sem kröfur hans miðuðust við. Enn fremur yrði ekki talið að þau tíu prósenta vikmörk sem matsmenn miðuðu við vegna óvissuþátta næðu að fullu að fanga þá óvissu sem fyrir hendi væri um mögulega nýtingu útgerðarinnar á umræddum aflaheimildum. Yrðu niðurstöður matsgerðarinnar því ekki lagðar óbreyttar til grundvallar niðurstöðu í málinu svo sem gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Á hinn bóginn hafi verið talið að Huginn hefði sýnt nægilega fram á að hann hefði orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni af völdum þeirra bótaskyldu athafna ríkisins að standa með ólögmætum hætti að úthlutun aflaheimilda í makríl til Hugins á árunum 2011 til 2018. Því hafi skilyrði verið talin fyrir hendi til að dæma Vinnslustöðvarinnar bætur að álitum og ríkið dæmt til að greiða Hugin 250 milljónir króna króna í bætur. Vinnslustöðin var dæmt til að greiða ríkinu fimm milljónir króna í málskostnað en málskostnaður milli Hugins og ríkisins var felldur niður. Vestmannaeyjar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms um 329 milljónir til handa Hugins. Ríkið óskaði eftir áfrýjunarleyfi í báðum málum, sem Hæstiréttur veitti í janúar þessa árs. Vinnslustöðin lagðist ekki gegn beiðni ríkisins en það gerði Huginn. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir stóðu Vinnslustöðin og Huginn úr Vestmannaeyjum. Á meðan á málarekstrinum stóð keypti Vinnslustöðin Hugin. Lögðu ekki fram gögn Í dómi Hæstaréttar í máli Vinnslustöðvarinnar segir að í kjölfar dóma réttarins árið 2018 hefðu Vinnslustöðun og ríkið gert dómsátt í viðurkenningarmáli sem félagið hefði höfðað á hendur ríkinu. Ríkið hefði viðurkennt bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið kynni að hafa orðið fyrir af þeim sökum að fiskiskipum félagsins var á árabilinu 2011 til 2014 úthlutað, á grundvelli fyrirmæla í reglugerð, minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Vinnslustöðin hefði síðan höfðað mál á hendur ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem hún taldi sig hafa orðið fyrir vegna þessa á árunum 2011 til 2018. Undir rekstri málsins hefði matsgerða dómkvaddra matsmanna verið aflað og og Vinnslustöðin reist endanlega kröfugerð sína á matsgerð þeirri. Hæstiréttur taldi matsgerðina reista á ófullnægjandi forsendum vegna vöntunar á gögnum sem Vinnslustöðin hefði átt að vera unnt að afla og leggja fram. Af því hafi leitt að matsgerðin byggðist á almennum forsendum og útreikningum sem ekki stæðu í beinum tengslum við atvik málsins. Þetta hafi meðal annars endurspeglast í óviðunandi óvissumörkum í niðurstöðu matsgerðar, en þau hafi numið 30 prósent til hækkunar eða lækkunar. Hæstiréttur taldi að þótt erfiðleikum kynni að vera bundið fyrir Vinnslustöðina að færa nákvæmar sönnur á fjárhæð ætlaðs tjóns síns yrði lagt til grundvallar að henni hefði verið unnt í mun ríkari mæli en raunin var að leggja fram sundurliðuð gögn um tekjur sínar og gjöld eftir tegundum og starfsþáttum á umræddu tímabili. Af þessum ástæðum brysti skilyrði til að ákveða Vinnslustöðinni bætur að álitum og yrði að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Atvinnufrelsi skert Í dómi Hæstaréttar hvað varðar Hugin er sömu málavöxtum lýst fram að höfðun málsins og í tilfelli Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að með hinni ólögmætu tilhögun á úthlutun aflaheimilda í makríl á fyrrgreindu árabili hefðu atvinnuréttindi Hugins verið skert. Þau nytu verndar eingarréttarákvæðis stjórnarskrár en sú vernd væri takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignarréttinda. Réði þar mestu að atvinnuréttindi væru háð óvissu um varanleika og efnislegt inntak, meðal annars vegna þess að löggjafanum væri ætlað víðtækt svigrúm til þess að grípa inn í nýtingu þeirra og ráðstöfun. Væri slík óvissa veruleg í tilviki mögulegrar nýtingar aflaheimilda í flökkustofni uppsjávarfisks eins og makríls. Ekki öruggt að allur makríllinn hefði veiðst Hæstiréttur taldi ekki unnt að leggja afdráttarlaust til grundvallar að Huginn hefði fullnýtt þá viðbót í aflaheimildum sem kröfur hans miðuðust við. Enn fremur yrði ekki talið að þau tíu prósenta vikmörk sem matsmenn miðuðu við vegna óvissuþátta næðu að fullu að fanga þá óvissu sem fyrir hendi væri um mögulega nýtingu útgerðarinnar á umræddum aflaheimildum. Yrðu niðurstöður matsgerðarinnar því ekki lagðar óbreyttar til grundvallar niðurstöðu í málinu svo sem gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Á hinn bóginn hafi verið talið að Huginn hefði sýnt nægilega fram á að hann hefði orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni af völdum þeirra bótaskyldu athafna ríkisins að standa með ólögmætum hætti að úthlutun aflaheimilda í makríl til Hugins á árunum 2011 til 2018. Því hafi skilyrði verið talin fyrir hendi til að dæma Vinnslustöðvarinnar bætur að álitum og ríkið dæmt til að greiða Hugin 250 milljónir króna króna í bætur. Vinnslustöðin var dæmt til að greiða ríkinu fimm milljónir króna í málskostnað en málskostnaður milli Hugins og ríkisins var felldur niður.
Vestmannaeyjar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels